Námskrá og kennsluskrá eru nemendum afar mikilvægar. Í þeim eru ítarlegar upplýsingar um námskeið og skipulag námsleiða.
Námskrá
Í námskrá getur þú séð væntanlegt námsfyrirkomulag fyrir námsleiðina þína. Námskráin sýnir hvaða námskeið þú þarft að taka og hvenær yfir námstímann.
Kennsluskrá
Kennsluskrá sýnir öll námskeið sem kennd eru á tilteknu skólaári. Þar fylgja einnig ítarlegar upplýsingar um námskeiðin.
Sem dæmi getur kennsluskráin komið sér vel þegar þú velur þér valnámskeið. Þá getur þú séð öll námskeið sem eru kennd á skólaárinu eftir námsleið.