Á ég rétt á aðstoð?

Náms- og starfsráðgjafar geta aðstoðað þig um úrræði í námi og prófum.

Hverjir eiga rétt á sérúrræðum?

Til að eiga rétt á sérúrræði í námi þarf að liggja fyrir greining á vandanum frá viðurkenndum sérfræðingum. Þú þarft að verða þér úti um gögn sem staðfesta þörf fyrir úrræði og koma í viðtal til náms- og starfsráðgjafa. Þau geta farið fram á staðnum, í fjarfundi eða fjarveru.

Greiningar um sértæka námsörðugleika, til dæmis dyslexiu, dysgraphiu, dyscalculiu og taugasálfræðilegan vanda svo sem ADD/ADHD.

Greining frá sérfræðingi sem notar viðurkenndar greiningaraðferðir (svo sem LOGOS eða ICD 10 greiningarviðmið). Hópskimun dugar ekki ein og sér. Náms- og starfsráðgjafi metur greiningu hverju sinni með tilliti til aldurs og innihalds og þeirra sérúrræða sem óskað er eftir. Almennt eru greiningar sem gerðar eru um 15–16 ára aldur með viðurkenndum greiningartækjum teknar gildar.

Gögn vegna prófkvíða.

Ef þú óskar eftir sérúrræðum vegna prófkvíða þarft þú að panta tíma hjá námsráðgjafa og fylla út prófkvíðakvarða Spielbergers. Eftir viðtal við ráðgjafa er þér boðið að taka prófkvíðanámskeið gegn vægu gjaldi. Það er aðgengilegt öllum nemendum HA á Canvas.

Athugið að til að fá skráð úrræði vegna prófkvíða þarf að hafa lokið prófkvíðanámskeiði. 

Vegna haustmisserisprófa fyrir 15. október og vegna vormisserisprófa fyrir 15. mars.

Læknisvottorð.

Til að þess að fá viðeigandi úrræði í námi og/eða prófum vegna veikinda, fötlunar eða skerðingar þarft þú að framvísa vottorði eða greiningu frá lækni eða sérfræðingi. Þar þarf að koma fram hver vandinn er og á hvaða hátt hann hefur áhrif á andlega og/eða líkamlega getu til að stunda háskólanám.

Náms- og starfsráðgjöf Háskólans á Akureyri varðveitir trúnaðargögn um nemendur sem þurfa á sértækum úrræðum að halda og meðferð þeirra er í samræmi við lög um persónuvernd og reglur háskólans.

Hvað þarf ég að gera?

 • Þú skalt huga að þessu strax í byrjun misseris. Það getur tekið þig tíma að verða þér úti um gögn frá sérfræðingum. Gögnin þarft þú að hafa tilbúin og koma með í viðtal til ráðgjafa sem fyrst. Ef úrræðin sem þú þarft á að halda krefjast undirbúnings áður en námskeið hefst, sem dæmi táknmálstúlkun eða rittúlkun, er mikilvægt að þú hafir samband við náms- og starfsráðgjafa með góðum fyrirvara
 • Skrifa undir samning um þjónustuna
 • Ráðgjafar kalla eftir staðfestingu frá nemendum sem hafa skrifað undir samning varðandi sérúrræði fyrir próftíðir. Þá þarft þú að staðfesta með tölvupósti að þú ætlir að nýta sérúrræði.

Mikilvægar dagsetningar vegna sérúrræða

Til að fá gögn vegna sérúrræða skráð fyrir aðalpróftíðir þarf að skila þeim inn í síðasta lagi 1. október fyrir haustmisseri og 1. mars fyrir vormisseri.

 • Prófkvíðanámskeiði skal vera lokið fyrir 15. október og 15. mars til að fá sérúrræði skráð fyrir aðalpróftíðir.

Fyrir aðalprófatíðir mun Náms- og starfsráðgjöf HA senda tilkynningu í tölvupósti og biðja þig að staðfesta skráningu um sérúrræði. Síðasti frestur til að staðfesta er 15. október fyrir haustmisseri og 15. mars fyrir vormisseri.

Dæmi um úrræði í prófi

Vandi nemandans og greining ákvarðar hverskonar úrræði á við hverju sinni. Hér eru dæmi um sérúrræði í prófi (athugið að þetta er ekki tæmandi listi):

 • Lengri próftími​
 • Próftaka í minni stofum​
 • Próftaka á tölvur ​
 • Lituð blöð​
 • Stækkað letur
 • Púlt í prófi​
 • Pása í prófi​
 • Innlestur á prófum

Skipulag í prófum

Hér má nálgast lestraráætlun, skipulag í prófum og vikuplan: