Sérstaða viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri felst í því að nemendur geta hvort heldur verið staðar- eða fjarnemar. Þú getur sinnt náminu óháð stað og stund. Allir hefðbundnir fyrirlestrar eru teknir upp og eru upptökurnar settar á kennsluvef háskólans. Fjarnemar taka þátt í umræðum og verkefnavinnu á kennsluvef.

Nemendur i viðskiptafræði geta lagt áherslu á:

Er námið fyrir þig?

 • Hefur þú áhuga á að stofna og starfa í eigin fyrirtæki?
 • Vilt þú geta valið úr störfum?
 • Viltu læra um fullnýtingu sjávarafurða?
 • Hefur þú áhuga á íslenskum sjávarútveg?
 • Hefur þú áhuga á markaðsmálum?
 • Hefur þú áhuga á stjórnun?
 • Langar þig til þess að skrifa um viðskipti í fjölmiðlum?
 • Langar þig í alþjóðleg viðskipti eða kannski á þing?
 • Hefur þú áhuga á fjármálum?

Áherslur námsins

Námið veitir breiðann grunn viðskiptagreina og séráfanga í sjávarútvegsfræðum.

Auk þess að veita nauðsynlegan undirbúning fyrir framhaldsnám í viðskiptafræði.

Mikið er lagt upp úr samvinnu við fyrirtæki og stofnanir sem vinna við sjávarútveg og stoðgreinar hans.

Þú vinnur einstaklings- og hópverkefni í nánu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Þú lærir gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.

Þú getur skoðað skipulag námsins í Uglu, kennsluvef háskólans.

Möguleikar að námi loknu

Viðskiptafræðingar með sjávarútvegsfræði sem aukagrein munu hljóta menntun sem nýtist vel til starfa í fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi sem og annarsstaðar.

Starfsvettvangur er meðal annars hjá fyrirtækjum, félagasamtökum, stofnunum, bönkum og tryggingarfélögum og fleirum.

Viðskiptafræðingar frá Háskólanum á Akureyri eru eftirsóttir starfskraftar. Þeir starfa meðal annars sem ráðgjafar, framkvæmdastjórar, fjármálastjórar, starfsmannastjórar, markaðsstjórar og verkefnastjórar.

Námið er góður grunnur fyrir þá sem fara í framhaldsnám, bæði hérlendis og erlendis.

Félagslífið

Félagslíf er mikilvægur þáttur háskólanáms og er félagslíf nemenda við HA öflugt.

Allir nemendur við háskólann eru í Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) en einnig er hver deild með sitt nemendafélag. Reki er félag viðskiptafræðinema og þú getur nálgast nánari upplýsingar um félagið á Facebook.

Inntökuskilyrði

Almenn krafa er að umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi, lokaprófi frá framhaldsskóla á þriðja hæfniþrepi, jafngildu erlendu prófi eða 60 ECTS einingum frá viðurkenndum háskóla.

Forgangsröðun umsókna vegna fjöldatakmarkana

Við viljum benda á að ef fjöldi umsækjenda sem uppfyllir almenn inntökuskilyrði fer yfir fjöldaviðmið verður umsóknum forgangsraðað á eftirfarandi hátt:

 • Stig fyrir hverja einingu í stærðfræði í framhaldsskóla upp að 25
 • Stig fyrir hverja einingu í ensku í framhaldsskóla upp að 25
 • Stig fyrir hverja einingu í viðskiptagreinum í framhaldsskóla upp að 20
 • Stig fyrir ferilskrá 0-5
 • Stig fyrir kynningarbréf 0-5
 • Stig fyrir Stúdentspróf eða sambærilegt 20
 • Stig fyrir háskólapróf 20
 • Stig fyrir einingar í háskóla, ECTS/3 upp að 60 stigum

Umsækjendum verður svo raðað upp samkvæmt samlagningu þessa þátta og teknir inn í þeirri röð.

Hér getur þú lesið meira um inntökuskilyrði háskólans.

Undanþágur

Umsækjendur sem ekki hafa stúdentspróf en eru með meira en 90 einingar (140 fein) af framhaldsskólastigi verða eingöngu teknir til skoðunar ef fjöldi umsókna nemenda með stúdentspróf er undir fjöldaviðmiðum. Þeir nemendur munu einnig verða forgangsraðaðir með tilliti til námseininga og starfsreynslu samanber hér að ofan.

Sveigjanlegt nám

Allt grunnnám við Háskólann á Akureyri er sveigjanlegt nám sem þýðir að engu skiptir hvort þú ert staðarnemi eða fjarnemi. Allir fylgja sömu námskrá og námskröfur eru þær sömu.

Flestir hefðbundnir fyrirlestrar eru teknir upp og settir á kennsluvef. Þannig getur þú horft á fyrirlestra þegar þér hentar og eins oft að þú vilt. Þú getur jafnvel hægt eða hraðað á hljóðinu. Okkur þykir samt frábært að fá tækifæri til að hitta þig í háskólanum.

Um miðbik hvers misseris er námslota í Háskólanum á Akureyri sem gert er ráð fyrir að þú mætir í. Þá er megináhersla lögð á verkefnavinnu og umræður. Þar gefst þér tækifæri til að hitta kennara, samnemendur og annað starfsfólk háskólans og tengjast enn betur háskólasamfélaginu þínu.

Vinsamlega athugið að hver vika í fullu háskólanámi er ígildi 50-60 stunda vinnuviku

Hér getur þú lesið meira um sveigjanlega námið og séð hvenær námslotur eru.

Skiptinám

Allir nemendur eiga kost á að taka hluta af námi sínu við erlenda samstarfsháskóla. Þú færð niðurfellingu á skólagjöldum gestaskólans og greiðir eingöngu innritunargjald í HA. Alþjóðafulltrúi aðstoðar þig við að sækja um námið, húsnæði og nemendastyrk.

Þú getur smellt hér og lesið meira um skiptinám.

 

Umsagnir

Háskólinn á Akureyri bjó mig vel undir krefjandi framhaldsnám erlendis, í University of Edinburgh Business School. Stærð háskólans auðveldar samskipti við kennara verulega án þess að koma niður á yfirgripsmiklu námsframboði.

Andri Dan Traustason
Viðskiptafræðingur og forstöðumaður skýrsluhalds og stjórnunar hjá PCC BakkaSilicon hf.

Námið við Háskólann á Akureyri er metnaðarfullt og einstaklingsmiðað. Stærð skólans og skipulag námsins skapar möguleika á persónulegri samskiptum og aðstoð frá kennurum en gengur og gerist. Námið er vel uppbyggt og fjölbreytt, nemendahópurinn þéttur og verkefnavinnan krefjandi. Námið undirbjó mig vel fyrir vinnumarkaðinn.

Kristín Helgadóttir
Þjónustufulltrúi, Sparisjóði Höfðhverfinga, Akureyri