Reglur um val á nemendum til náms í sálfræði

NR. 699/2018

SAMÞYKKTAR Í HÁSKÓLARÁÐI 21.6.2018

Með breytingum nr. 342/2024.

Vefútgáfa síðast uppfærð 24.4.2024

Prentgerð (pdf)
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan
og í PDF skjali gildir PDF skjalið

1 gr.

Fjöldi þeirra nemenda sem öðlast rétt til náms á vormisseri 1. námsárs í sálfræði er ákveðinn af

háskólaráði árlega að fengnum tillögum sviðsins.

Við val á þessum nemendum er beitt eftirfarandi reglum:

 1. Samkeppnispróf eru í [tveimur]1 námskeiðum. Vægi þeirra er sem hér segir:
  1. [ISS1710 Inngangur og undirstöður sálfræði (10 ECTS) 10/18, eða 55,6%]2
  2. [TIS0178 Tilraunasálfræði (8 ECTS) 8/18, eða 44,4%]3
  3. […]4

Nemendur verða að taka [bæði]5 samkeppnisprófin á sama námsári og valið fer fram. Ekki er hægt að fá viðurkennd eldri próf frá Háskólanum á Akureyri né öðrum háskólum. Heildareinkunn úr [hvoru]6 námskeiði skal reiknuð í heilum og hálfum tölum, frá 0–10 í samræmi við reglur um námsmat fyrir Háskólann á Akureyri. Þær einkunnir eru síðan aðlagaðar ofangreindu vægi. Heildareinkunn í numerus clausus er vegið meðaltal úr einstökum námskeiðum og skal hún gefin upp með tveimur aukastöfum. Þessi einkunn er lögð til grundvallar við niðurröðun nemenda á sálfræðibraut varðandi áframhaldandi nám. Einkunnir annarra námskeiða á haustmisseri 1. árs teljast ekki til samkeppnisprófa og reiknast ekki inn í numerus clausus. Einungis einkunnir nemenda [sem]7 skráðir eru á sálfræðibraut reiknast inn í numerus clausus.

 1. Skipa skal prófdómara skv. reglum sem um þá gilda (sbr. gildandi prófareglur HA) fyrir allar prófgreinar samkeppnisprófsins. Heildareinkunn í námskeiði er gefin í heilum og hálfum tölum og er meðaltal einkunnar kennarans og prófdómarans[1]. Einkunnir kennara og prófdómara skulu gefnar upp með einum aukastaf.
 2. Að einkunnum kunngerðum, skv. lið 2, fer engin endurskoðun fram á þeim á vegum hug- og félagsvísindasviðs.
 3. Nemandi sem ekki mætir til prófs vegna veikinda, skal tilkynna forföll til skrifstofu hug- og félagsvísindasviðs áður en próf hefst. […]8Ef halda þarf sjúkrapróf skulu þau haldin svo fljótt sem auðið er.
 4. Þeim nemendum, sem ná samkeppnisprófum í öllum námsgreinum haustmisseris 1. námsárs, er raðað eftir lækkandi meðaleinkunn. Nemandi telst ekki hafa staðist próf nema hann hljóti einkunnina 5 minnst. Ef tveir eða fleiri nemendur eru jafnir í síðasta sæti skulu þeir báðir/allir eiga rétt til setu á vormisseri 1. námsárs.
 5. Verði niðurstaða úr prófum slík, að ekki nái sá fjöldi nemenda sem háskólaráð hefur ákveðið lágmarkseinkunn í öllum námskeiðum skal brugðist við með eftirfarandi hætti: Nemendum sem ekki náðu lágmarkseinkunn í öllum námskeiðum er raðað eftir lækkandi meðaleinkunn. Sá sem hefur hæsta meðaleinkunn hlýtur fyrsta lausa sætið og síðan koll af kolli eftir lækkandi meðaleinkunn þar til nemendatölunni er náð. Að þessu vali loknu gilda almennar prófareglur háskólans.
 6. Segi nemandi, sem öðlast hefur rétt til setu á vormisseri 1. námsárs, sæti sínu lausu innan tveggja vikna frá upphafi vormisseris, skal þeim sem hæsta meðaleinkunn hefur meðal brottfallinna nemenda boðið sætið.
 7. Ef það er fyrirsjáanlegt fyrir upphaf prófatímabils samkeppnisprófa að færri nemendur komi til með að þreyta prófin en sú tala sem ákveðin hefur verið að öðlast skuli rétt til náms á vormisseri 1. árs falla reglur þessar sjálfkrafa úr gildi.
 8. Reglur þessar eru endurskoðaðar á hverju ári.
 9. Háskólaráði er heimilt í sérstökum tilvikum að veita undanþágu frá reglum þessum.

[1]Þegar um krossapróf er að ræða er það prófdæmt fyrirfram.

1) Breytt með reglum nr. 342/2024 5) Breytt með reglum nr. 342/2024
2) Breytt með reglum nr. 342/2024 6) Breytt með reglum nr. 342/2024
3) Breytt með reglum nr. 342/2024 7) Breytt með reglum nr. 342/2024
4) Breytt með reglum nr. 342/2024 8) Breytt með reglum nr. 342/2024

2 gr.

[Reglur þessar, sem samþykktar voru í háskólaráði eru settar með stoð í 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og 40. gr. reglna nr. 694/2022 fyrir Háskólann á Akureyri, staðfestist hér með og taka gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.]1

1) Breytt með reglum nr. 342/2024

 

Háskólanum á Akureyri, 21. júní 2018.
Eyjólfur Guðmundsson rektor.