Nota skal rafrænt umsóknareyðublað á umsóknarvef HA. Öllum umsóknargögnum skal skilað rafrænt á pdf-formi á umsóknarvefnum. Umsóknin má vera á ensku og/eða íslensku með enskri þýðingu.
Sækja um doktorsnám á umsóknarvef HA
Innihald rafrænnar umsóknar
- persónuupplýsingar umsækjanda
- Lögheimili og aðsetur
- Nám sem sótt er um
- Upplýsingar um fyrra nám
- Meðmælendur og leiðbeinendur
Umsækjandi á að fylla út umsóknina og semja fylgiskjöl í samvinnu við fyrirhugaðan aðalleiðbeinanda og skulu umsækjandi og fyrirhugaður aðalleiðbeinandi staðfesta umsóknina með undirritun.
Miðstöð doktorsnáms leiðbeinir við gerð umsóknar eftir því sem við á.
Afgreiðslu umsóknar skal að jafnaði vera lokið innan sex vikna frá því að hún berst, að teknu tilliti til sumarleyfa.
Fylgigöng sem þurfa að fylgja með umsókninni
Eftirfarandi fylgiskjöl þarf að senda inn með umsókn í samskiptagátt Uglu:
- Ferilskrá umsækjanda.
- Greinargerð um markmið umsækjanda og væntingar til námsins.
- Rannsóknarverkefni/rannsóknaráætlun sem hefur að geyma umfjöllun um eftirfarandi atriði: Ágrip rannsóknaverkefnis, bakgrunnur verkefnis og staða þekkingar, markmið rannsóknar, aðferðir við gagnaöflun og greiningu, framkvæmd verkefnisins, hvar framkvæmt, lýsing á fyrirhugaðri starfsaðstöðu, verkaskipting rannsakenda, siðfræðileg álitamál, áætlaðar birtingar, áhættuþættir verkefnisins og fyrirhuguð viðbrögð ásamt heimildaskrá.
- Náms- og tímaáætlun fyrir doktorsnámið þar sem fram kemur tenging meistaranámsins við doktorsverkefnið, fyrirhuguð námskeið á doktorsstigi samtals 0–60 ECTS (heiti/viðfangsefni, ECTS)/ rökstuðningur fyrir því hvernig þessi námskeið nýtast í fyrirhuguðu doktorsnámi við HA (hámark 60 orð) ásamt heildarlýsingu á tímaáætlun doktorsnámsins ásamt vörðum (hámark 100 orð). Tímaáætlunin má gjarnan vera sett upp á formi Gantt chart.
- Fjárhagsáætlun. Fylla skal út eyðublað fyrir fjárhagsáætlun þar sem fram kemur áætlaður stuðningur við doktorsverkefnið í formi styrkja o fl. og áætlaður launakostnaður umsækjanda og kostnaður við framkvæmd verkefnisins. Jafnframt skal gerð grein fyrir hvernig áætlað sé að leysa skort á fjárstuðningi ef við á.
- Staðfest afrit af prófskírteinum til MS-prófs eða sambærilegs prófs. Þar þarf að koma fram umfang meistaraverkefnis (ECTS) og að einkunn prófsins sé fyrsta einkunn eða sambærilegt. Ef prófskírteini eru á öðrum tungumálum en ensku eða íslensku þarf að fylgja staðfest afrit af skírteininu á ensku.
- Önnur fylgigögn:
- Ferilskrár aðalleiðbeinenda og sérhvers meðleiðbeinanda (sem koma til með að mynda doktorsnefnd umsækjanda). Í ferilskrám þarf m.a. að koma fram akademísk staða og hæfi á sviði doktorsverkefnisins, leiðbeinandareynsla (fjöldi og tegund lokaverkefna), ritvirkni á sviði doktorsverkefnisins, virkni í erlendum og innlendum rannsóknarhópum og alþjóðleg virkni á sviði doktorsverkefnisins.
- Staðfesting á enskukunnáttu umsækjanda (t.d. TOEFL). Umsækjandi skal skila inn staðfestingu á enskukunnáttu sinni í formi TOEFL (lágmark 90 stig), IELTS (lágmark 7 stig) eða sambærilega staðfestingu sem doktorsnámsráð metur gilt. Sambærileg staðfesting jafngildir: Að umsækjandi hafi lokið meistaranámi sem fram fór á ensku við viðurkenndan háskóla og skilað meistaranámsritgerð á ensku. Að umsækjandi hafi lagt fram staðfestingu frá viðurkenndum háskóla í enskumælandi landi að hann hafi fullnægt kröfum skólans um enskukunnáttu til að stunda nám við skólann. Dæmi um slíkt væri English C2 Certificate.
- Lýsing á fyrirhugaðri dvöl erlendis (staður, tímasetning, tengiliður, tilgangur dvalar; hámark 60 orð).
Lesið vel: Reglur um doktorsnám og doktorspróf við Háskólann á Akureyri nr. 822/2022.