
Umhverfismál eru í forgangi hjá okkur í Háskólanum á Akureyri. Við ætlum okkur langt og stefnum að fullu kolefnishlutleysi fyrir árið 2023.
Háskólinn á Akureyri er fyrsti háskóli landsins til að hljóta Grænfánann.
Við í HA erum að innleiða Græn skref til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í daglegum rekstri. Við höfum nú uppfyllt fyrstu fjögur skrefin og erum fyrsti háskólinn á Íslandi til að ná þeim áfanga.
Við hlökkum til vinna enn betur að eflingu umhverfisstarfs háskólans!
Við flokkum
Í háskólanum eru nemendur, kennarar og starfsfólk til fyrirmyndar. Það flokka allir ruslið eftir sig og setja í sérmerktar ruslafötur.
Flokkarnir eru sjö:
- Pappír og sléttur pappi
- Skilagjaldskyldar umbúðir
- Plast
- Fernur og pappamál
- Almennt heimilissorp
- Lífrænt heimilissorp
- Gler og málmar
Engar ruslafötur eru í stofum og fundarherbergjum. Þú tekur þitt rusl bara með þér og hendir á næstu flokkunarstöð.
Grænfáninn
Háskólinn á Akureyri er fyrsti háskóli landsins til að hljóta Grænfánann. Fáninn er veittur fyrir góða umhverfisvitund. Hann var afhentur háskólanum við formlega athöfn 16. september 2013. Háskólinn fékk Grænfánann afhentan í annað sinn 2017
Markmið Grænfánaverkefnisins eru að:
- Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku
- Efla samfélagskennd innan skólans
- Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan
- Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur
- Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál
- Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu
- Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning
Græn skref

Við í HA hófum undirbúning að þátttöku í Grænum skrefum árið 2019. Ári seinna uppfylltum við öll skilyrði til að fá viðurkenningu á skrefi 2 og eigum nú aðeins fimmta skrefið eftir.
Markmið og flokkar verkefnisins
Verkefnið snýst um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi háskólans og efla umhverfisvitund starfsmanna.
Með þátttöku í Grænum skrefum gefst okkur tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti. Verkefnið er skipt upp í fimm skref. Hvert skref inniheldur á bilinu 20-40 aðgerðir sem stofnanir þurfa að innleiða.
Markmið:
- Draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum
- Efla umhverfisvitund starfsmanna
- Auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra
- Draga úr rekstrarkostnaði
Flokkar:
- Rafmagn og húshitun
- Samgöngur
- Flokkun og minni sóun
- Innkaup
- Viðburðir og fundir
- Miðlun og stjórnun
Grænu kennsluverðlaunin
Verðlaunin eru veitt kennurum sem hafa tvinnað umhverfisvernd inn í námskeiðin sín.
Brynhildur Bjarnadóttir, dósent við Kennaradeild
Brynhildur fær verðlaunin fyrir námskeiðið sitt Raunvísindi í námi og leik. Í námskeiðinu er unnið með hugtakið sjálfbærni í víðum skilningi. Stúdentar læra um vistkerfi jarðar, sjálfbæra lífshætti og þau áhrif sem þeir hafa á umhverfi sitt. Unnið er verkefni þar sem stúdentar greina sín eigin viðhorf, gildi og hegðun, ásamt því að skoða eigin neysluvenjur. Þá læra stúdentarnir að reikna út eigið vist- og kolefnisspor, vinna að leiðum til úrbóta og setja fram hugmyndir um breytingar á sínum eigin neysluvenjum til að takast á við umhverfis- og loftslagsvanda framtíðarinnar. Samfara greiningu á eigin lífsstíl tengja stúdentarnir þessi viðfangsefni við skólastarf í leik- og grunnskólum og skoða leiðir til að vinna með þessi hugtök á öðrum skólastigum.
Rachael Lorna Johnstone, prófessor við Lagadeild
Rachael fær verðlaunin fyrir Inngangsnámskeið í norðurslóðafræði og Norðurskautsráðið að störfum. Inngangsnámskeið í norðurslóðafræði kynnir stúdentum í Heimskautaréttir fyrir ýmsum verkfærum og aðferðum til að takast á við áskoranir Norðurslóða, þar á meðal loftslagsbreytingar, mengun, líffræðilegan fjölbreytileika, ferðaþjónustu, náttúruauðlindanotkun og skilningar. Í námskeiðinu Norðurskautsráðið að störfum eiga stúdentar í samskiptum við aðra af norðurheimskautssvæðinu um fundi Norðurskautsráðsins þar sem þau meðal annar semja um samvinnuaðgerðir til að takast á við umhverfisvandamál á Norðurslóðum. Umræður þessa árs voru sjávarplast og verndarsvæði.