Starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar bjóða nemendum upp á:

Áhugakönnun

Náms- og starfsráðgjafar veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi áhugasviðsgreiningar. Jafnframt stendur nemendum og þeim sem hyggja á háskólanám til boða að taka áhugasviðskönnun gegn vægu gjaldi.

Námskeið um gerð ferilskrár

Leiðsögn varðandi gerð ferilskrár og kynningarbréfa, undirbúning fyrir atvinnuviðtöl sem og aðra þætti umsóknarferlisins.

Undirbúning fyrir atvinnuleit

Góður undirbúningur fyrir atvinnuleit er lykill að velgengni. Í því ferli er mikilvægt að huga að þáttum eins og eigin styrkleikum og hæfni, markmiðum, áhuga, hindrunum, stefnu og reynslu.

Einstaklingsviðtöl

Náms- og starfsráðgjafi getur aðstoðað nemendur í því mikilvæga ferli sem tekur við eftir brautskráningu frá HA. Leiðsögn varðandi þróun starfsferils, gerð ferilskrár og kynningarbréfa, undirbúning fyrir atvinnuviðtöl eða aðra þætti umsóknarferlisins.

Athugið að mikilvægt er að skoða fyrirlesturinn um ferilskrár áður en þú kemur í viðtal.

 

 

Áhugakönnun – Bendill

Áhugakannanir eru notaðar til að aðstoða fólk við að taka ákvarðanir um nám og störf. Bendill III er sérstaklega hannaður fyrir einstaklinga sem eru að velta fyrir sér námi á háskólastigi.

Nemendum og þeim sem hyggja á háskólanám býðst að taka áhugakönnunina gegn vægu gjaldi. 

Þau sem ekki eru staðsett á Akureyri geta óskað eftir könnun og viðtali í fjarbúnaði, til dæmis Teams.

Hvað þarf ég að gera ef ég vil taka áhugasviðskönnunina Bendill?

Hafðu samband við okkur á radgjof@unak.is til að bóka tíma

Þegar þú og ráðgjafi hafið fest tíma þarftu að millifæra greiðslu.

  • Gjald fyrir Bendil áhugakönnun er kr. 6000
  • Reikningsnúmer: 0162-26-6610
  • Kennitala: 520687-1229
  • Sendið kvittun á radgjof@unak.is merkta Bendill

Hvernig fer könnunin fram?

  • Könnunin er lögð fyrir hjá náms- og starfsráðgjafa. 
  • Þú notar eigin tölvu til að taka könnunina. Ef það gengur ekki getum við gert aðrar ráðstafanir. 
  • Þú hefur aðgang að náms- og starfsráðgjafa á meðan fyrirlögn stendur ef einhverjar spurningar vakna.
  • Þú færð svo myndrænar niðurstöður að svörun lokinni sem unnið er úr í viðtali við náms- og starfsráðgjafa strax á eftir.
  • Gera má ráð fyrir 60-90 mínútum í fyrirlögn og viðtal.

 

Gagnlegir vefir í starfsráðgjöf

Hér eru dæmi um vefi sem auglýsa störf og/eða taka við umsóknum:

Aðrir gagnlegir vefir