Upplýsingar vegna umsóknar

Upplýsingar vegna umsóknar geta verið einstaklingsbundnar. Ef þú finnur ekki spurninguna þína og svar við henni getur þú sent fyrirspurn til nemendaskrár.

Fylgjast með stöðu umsóknar

Umsókn lokið, hvað svo?

Ef þú hefur ekki merkt við að HA geti sótt upplýsingar um námsferil í INNU þarftu að senda staðfest afrit (með bláum stimpli og undirritun) í bréfapósti til:

UMSÓKN UM NÁM
Háskólinn á Akureyri
b.t. nemendaskrár
Norðurslóð 2
600 Akureyri

Hvar er umsóknin mín stödd?

Eftir að skráningu lauk fékkstu sendan veflykil. Þú getur fylgst með umsókninni á vefnum með því að skrá inn lykilorðið á veflyklinum. Ef þú týndir veflyklinum hafðu þá sambandi við nemendaskrá.

Hvenær veit ég hvort ég fæ skólavist eða ekki?

Öllum umsóknum verður svarað í kringum 12. júní. 

Greiðsluseðill skráningargjalda birtist í netbanka þegar skólavist hefur verið samþykkt. Þú staðfestir skólavistina með því að greiða skráningargjaldið. Skráningargjald er ekki endurgreitt.

Þú getur fylgst með umsókninni á vefnum. Þar má einnig finna mikilvægar upplýsingar.

Hvenær byrjar háskólinn?

Nokkur munur getur verið milli námsbrauta hvenær kennsla hefst.

  • Kennsla haustmisseris hefst að jafnaði í lok ágúst eða byrjun september
  • Kennsla vormisseris í byrjun janúar
  • Stundaskrá birtist i Uglu að jafnaði mánuði fyrir upphaf misseris

Kynntu þér kennslualmanakið þar koma fram helstu dagsetningar vegna námsins.

Hér finnur þú upplýsingar fyrir nýnema.

Hver er þessi Ugla?

Ugla er upplýsinga- og skráningarkerfi Háskólans á Akureyri. Hún er þitt svæði á innraneti. Þú færð aðgang að Uglu eftir að skólavist er samþykkt.

Lesa meira um Uglu.

Hvenær eru jóla- og páskaleyfi?

  • Jólaleyfi er frá og með 21. desember til og með 2. janúar
  • Páskaleyfi frá og með miðvikudegi fyrir skírdag til og með þriðja í páskum
  • Auk þessara leyfa er kennsluhlé sumardaginn fyrsta, 1. maí og 1. desember

Sjá nánar í kennslualmanaki.