Upplýsingar vegna umsóknar

Upplýsingar vegna umsóknar geta verið einstaklingsbundnar. Ef þú finnur ekki spurninguna þína og svar við henni getur þú sent fyrirspurn til nemendaskrár.

Hvernig virkar rafræna umsóknarkerfið?

Sótt er um í Háskólann á Akureyri á rafrænan hátt. Allir umsækjendur byrja á að stofna aðgang að samskiptagátt HA með rafrænum skilríkjum. Staðfesta þarf umsóknarnetfang með kóða. 

Umsókn lokið, hvað svo?

Háskólinn á Akureyri tekur á móti skönnuðum afritum af staðfestum gögnum um fyrra nám umsækjenda sem gild fylgigögn með umsókn um nám við HA.

Umsóknir eru ekki teknar til afgreiðslu nema að þeim fylgi afrit af staðfestum gögnum um fyrra nám eða umsækjandi gefi HA leyfi til að sækja stúdentsskírteini beint í Innu. Skönnuð afrit af staðfestum gögnum má hengja við umsóknina (á .pdf-sniði) eða senda þau í tölvupósti á nemskra@unak.is
Þá má einnig senda gögn á pappír í bréfapósti á:

Háskólinn á Akureyri
b.t Nemendaskrá
Norðurslóð 2
600 Akureyri

Athugið að ljósmyndir (sem dæmi .jpg-snið eða .png-snið) af skírteinum er ekki teknar gildar.

Skönnuð prófskírteini skulu vera í frumriti eða staðfest afrit með stimpli frá viðkomandi skóla.

HA áskilur sér rétt til að kalla eftir frumritum prófskírteina áður en umsókn er tekin til afgreiðslu.

Hvar er umsóknin mín stödd?

Þú fylgist með stöðu umsóknar þinnar á samskiptagátt HA

Hvenær veit ég hvort ég fæ skólavist eða ekki?

Leitast verður við að svara umsóknum um miðjan júní. Þú getur fylgst með stöðu umsóknar í samskiptagátt HA.

Þú staðfestir skólavistina með því að greiða skráningargjaldið:

  • Nýnemar greiða skráningargjald í samskiptagátt Uglu.
  • Núverandi stúdentar greiða skráningargjaldið í Uglu í kjölfar árlegrar skráningar í námskeið næsta skólaárs.

Skráningargjald er ekki endurgreitt.

Hvenær byrjar háskólinn?

Nokkur munur getur verið milli námsbrauta hvenær kennsla hefst.

  • Kennsla haustmisseris hefst að jafnaði í lok ágúst eða byrjun september
  • Kennsla vormisseris hefst í byrjun janúar
  • Stundaskrá birtist i Uglu að jafnaði mánuði fyrir upphaf misseris

Kynntu þér kennslualmanakið þar koma fram helstu dagsetningar vegna námsins.

Hér finnur þú upplýsingar fyrir nýnema.

Hver er þessi Ugla?

Ugla er upplýsinga- og skráningarkerfi Háskólans á Akureyri. Hún er þitt svæði á innraneti. Þú færð aðgang að Uglu eftir að skólavist er samþykkt.

Lesa meira um Uglu.

Hvenær eru jóla- og páskaleyfi?

  • Jólaleyfi er frá og með 21. desember til og með 2. janúar
  • Páskaleyfi frá og með miðvikudegi fyrir skírdag til og með þriðja í páskum
  • Auk þessara leyfa er kennsluhlé sumardaginn fyrsta, 1. maí

Sjá nánar í kennslualmanaki.

 

Hvernig skila ég inn fylgigögnum?

Háskólinn á Akureyri mun frá og með haustmisseri 2020 taka skönnuð afrit af staðfestum gögnum um fyrra nám umsækjenda sem gild fylgigögn.

Mismunandi fylgigögn gilda fyrir hverja námsleið:

Umsóknir eru ekki teknar til afgreiðslu nema að þeim fylgi afrit af staðfestum gögnum um fyrra nám eða umsækjandi gefi HA leyfi til að sækja stúdentsskírteini beint í Innu. Skönnuð afrit af staðfestum gögnum má hengja við umsóknina (á pdf-sniði) eða senda þau í tölvupósti á nemskra@unak.is. Þá má einnig senda gögn á pappír í bréfapósti á:

Háskólinn á Akureyri
b.t Nemendaskrá
Norðurslóð 2
600 Akureyri

Athugið að ljósmyndir (sem dæmi .jpg-snið eða .png-snið) af skírteinum er ekki teknar gildar.

Skönnuð prófskírteini skulu vera í frumriti eða staðfest afrit með stimpli frá viðkomandi skóla.

HA áskilur sér rétt til að kalla eftir frumritum prófskírteina áður en umsókn er tekin til afgreiðslu.

Aðfaranámskeið til undirbúnings fyrir háskólanám

Gert er ráð fyrir að nýnemar í námskeiðum viðskipta- og auðlindafræðideildar sem og heilbrigðis- og kennaradeildar hafi grunnþekkingu í efnafræði og stærðfræði.

Nemendum stendur til boða að sækja undirbúningsnámskeið fyrir háskólanám á vegum Símenntunar HA.

Námskeiðin fara fram seinni partinn í ágúst.

Nánari upplýsingar eru á vef Símenntunar HA.