Skipulag

Þarftu betra skipulag? Viltu myndrænt skipulag?

Hér eru hugmyndir að því hvernig hægt er að deila skjölum, skanna efni, gera hugtakakort, búa til leiki og þjálfa sig í námsefninu.

Skipulag í prófum

Hér má nálgast lestraráætlun, skipulag í prófum, vikuplan og verkefnatöflu:

Padlet

Padlet má líkja við rafræna korktöflu þar sem hægt er að vinna efni saman með öðrum á sameiginlegu svæði. Forritið býður upp á einfalda leið til að deila efni og safna gögnum. Forritið er sjónrænt og hentar vel til skipulagningar.

Háskólinn á Akureyri er með ótakmarkaðan aðgang fyrir alla nemendur og kennara.

Simple Mind

Simple Mind er forrit til að búa til fjölbreytt hugtakakort. Slík kort geta verið góð til að búa til sjónrænt skipulag. Notandinn getur valið milli mismunandi þema, lita og bakgrunns.

Pdf skjöl (skannar)

Auðvelt er að skanna inn skjöl með snjalltækjum. Þannig er auðveldara að deilda skjölum með öðrum eða vista þau á tækinu sjálfu eða á skýi. Ýmis smáforrit sérhæfa sig í þessu og hér er dæmi um slíkt forrit sem er einfalt í notkun:

Class Timetable

Smáforrit til að búa til stundaskrá. Notendur geta skráð inn eigið skipulag á myndrænan hátt. Boðið er upp á fjölda möguleika við uppsetningu stundaskráa.

Dagbækur

Mikið úrval er til af ýmiskonar dagbókum. Þær henta vel til sjónræns skipulags bæði fyrir nám og daglegt líf.

Litaðir pennar og miðar

 Með notkun litaðra penna má gera nám og skipulag myndrænna.

Quizlet

Quizlet gerir notendum kleift að skrá inn námsefni og breyta því í leiki og þjálfun. Quizlet gefur einnig möguleika á að breyta leturstærð og bakgrunni texta. Forritið Quizlet er hægt að finna sem bæði smáforrit og vefsíðu.