Sýn Kennaradeildar
Kennsla og rannsóknir eru samofnar. Kennaradeild HA leggur áherslu á að starfsfólk hennar séu virkir rannsakendur á fræðasviðum deildarinnar enda eru rannsóknir skilgreindar sem stór hluti starfs þeirra.
Deildin leggur metnað sinn í að mennta kennara sem eru læsir á niðurstöður rannsókna og geta rannsakað eigin starfsvettvang með þróun og umbætur að leiðarljósi.
Rannsóknarstefna og áherslur
Rannsóknir í Kennaradeild miða að því að skapa og miðla þekkingu í menntunarfræðum sem nýtist í íslensku skóla- og menntaumhverfi samhliða þátttöku í rannsóknarstarfi á alþjóðavettvangi í samræmi við rannsóknarstefnu Háskólans á Akureyri.
Stefna Kennaradeildar um rannsóknir einkennist af því að kennaramenntun er þverfaglegs eðlis. Á grundvelli þeirrar stefnu hverfast rannsóknir í Kennaradeild um uppeldi, menntun, menningu og umhverfi. Stefna deildarinnar miðar í senn að því að viðhalda akademísku frelsi fræðafólks og styðja við menntun og starf kennara.
Markmið
Rannsóknarstefnan er sett fram undir fjórum markmiðum sem byggja á sýn Kennaradeildar og stefnu Háskólans á Akureyri 2025–2030.
I – Efla rannsóknastarf innan deildar og auka samstarf um rannsóknir jafnt innan sem utan deildar
Leiðir að markmiði
- Mynda rannsóknarhópa um tiltekin verkefni og/eða styrkumsóknir, sem síðan yrði fylgt eftir með rannsóknum
- Kynna reglubundið rannsóknir og rannsóknarhugmyndir í málstofum, í kennslu, á kennarafundum og torgum á vettvangi Kennaradeildar/Háskólans
- Kynna rannsóknir á innlendum og erlendum ráðstefnum og rannsóknarþingum
- Auka samstarf um rannsóknir við aðrar deildir HA og við aðra háskóla innanlands sem erlendis
- Efla samstarf við aðrar menntastofnanir, einkum leikskóla, grunnskóla og framhaldskóla, um rannsóknir og þróun skólastarfs
- Hvetja rannsakendur til að gera niðurstöður rannsókna sinna aðgengilegar þeim sem nýta þær í störfum og stefnumótun, meðal annars með birtingum í opnum aðgangi og þátttöku í opinberri umræðu
II – Við deildina fari fram doktorsnám á sviði menntunarfræða
Leiðir að markmiði:
- Rannsakendur afli styrkja fyrir doktorsnema þannig að þeir verði eigi færri en tveir á hverjum tíma
- Auka rannsóknarvirkni deildarinnar á alþjóðavettvangi
- Stefnt er að því að hver akademískur starfsmaður skili að lágmarki 10 aflstigum á ári að meðaltali yfir þriggja til fimm ára tímabil
- Leita samstarfs við önnur fræðasvið háskólans og við aðra háskóla, innanlands eða utan um rannsóknir doktorsnema
- Auka þátttöku nemenda í rannsóknum akademísks starfsfólks deildarinnar og rannsóknum á vettvangi leik-, grunn- og framhaldsskóla
- Leita til skólanna um þörf rannsóknarverkefni
- Lista upp rannsóknarverkefni og gera þau sýnileg og aðgengileg
III - Styrkja markvisst umhverfi rannsókna
Leiðir að markmiði:
- Deildartími í lotum verði nýttur til að auka samtal um rannsóknir
- Styðja við nýtt starfsfólk í rannsóknarstarfi
- Styðja hvert annað í rannsóknum, s.s. með jafningjastuðningi og myndun rannsóknarhópa
- Vinna að því að vekja athygli á niðurstöðum rannsókna deildarinnar á hverjum tíma
- Halda árlega Meistaranemadag að vori (í tengslum við brautskráningu) þar sem verðandi meistarar kynna meistaraprófsverkefni sín
IV - Sækja af auknum krafti fjármagn í innlenda og erlenda rannsóknasjóði
Leiðir að markmiði:
- Leita samstarfs við Miðstöð doktorsnáms um þróun doktorsnámsins
- Leita samstarfs við aðrar deildir háskólans um rannsóknir, svo og við aðra háskóla, innanlands eða utan
- Sækja markvisst um fjármagn í rannsóknarsjóði sem styrkja rannsóknir á norðurslóðum
- Nýta styrki úr rannsóknarsjóði HA sem sóknarstyrki
- Nýta sér stuðning við rannsóknarumsóknir hjá rannsóknarstjóra HA
Samþykkt á deildarfundi Kennaradeildar 4. júní 2025
Stefnan verður endurskoðuð að ári liðnu.