Grunnnám við félagsvísindadeild

Félagsvísindadeild gefur nýnemum góðan tíma til þess að ákveða hvaða braut þeir velja, þar sem fyrsta árið byggist að stórum hluta á sameiginlegum grunni. Í kjölfarið geta nemendur valið milli náms í félagsvísindum, fjölmiðlafræði eða nútímafræði. Greinar sem bjóða upp á fjölbreytt störf að námi loknu.

Nýjasta námsbraut félagsvísindadeildar er lögreglufræði þar sem fjallað er um viðfangsefni löggæslu í víðu samhengi. Nemendur fá haldgóða undirstöðufærni í því að fyrirbyggja og upplýsa um brot á lögum og að tryggja almennt öryggi borgaranna.