Kennslumiðstöð

Sveigjanlegt nám

Kennslumiðstöð (KHA) veitir ráðgjöf til kennara um þróun kennsluhátta í staðar- eða fjarnámi, um upplýsingatækni og kennslufræði.

Kennslumiðstöð aðstoðar nemendur og starfsfólk á sviði upplýsingatækni og tölvumála.

Getum við aðstoðað?

Sendu okkur þjónustubeiðni í gegnum rafræna þjónustuborðið okkar.

  SENDA BEIÐNI

Leiðbeiningar

Gagnlegar upplýsingar

Moodle fyrir kennara

Kennslumiðstöð aðstoðar kennara við að útbúa og þróa námskeiðin sín í Moodle.

Hvert fræðasvið skólans fær námskeið í notkun Moodle. Kennslumiðstöð veitir einnig einstaklingsráðgjöf til kennara.

Námskeið kennslumiðstöðvar

 

Þróunarnámskeið

Kennari þróunarnámskeiðs vinnur með starfsmönnum kennslumiðstöðvar. Farið er yfir markmið og uppsetningu námskeiðs. Kennari og starfsmenn kennslumiðstöðvar hittast reglulega til að aðstoða og þróa námskeiðið nánar.

Moodle námskeið

Farið er í einstaka þætti í moodle. Kennt hvernig búa á til e-bók og hvernig á að setja upp próf. Kennt á Turnitin í samstarfi við bókasafn HA.

Almenn námskeið

Námskeiðin fjalla meðal annars um Google drive, One drive og Panopto upptökukerfið.

Sértæk námskeið

Tekin eru fyrir einstök atrið sem tengjast kennslu og námsmati.

Örnámskeið

Farið er í einstök tækniatriði sem tengjast; kennslu, virkni fjarfundabúnaðar, skriftöflu, skjáa, Panopto og fleira.

Myndver kennslumiðstöðvar

Myndverið tekur að sér verkefni sem tengjast miðlun á efni í hljóð og mynd. Unnið er náið með fjölmiðafræðideild háskólans.

Myndver ráðleggur kennurum og starfsmönnum skólans um miðlun efnis bæði tækni- og kennslufræðilega. 

Hvaða verkefni tekur myndver að sér?

Myndver tekur meðal annars að sér:

 • Gerð örmyndbanda
 • Upptökur á myndefni fyrir námskeið
 • Lagfæringar á upptökum

Hvaða skilyrði eru fyrir aðkomu myndvers að upptökum?

 • Rök þurfa að liggja fyrir fyrir notkun myndefnis í námskeiði, tilgangur og notagildi er skýr
 • Upptöku þarf að vera hægt að nota í fleiri en einu námskeiði
 • Ef myndefni er ekki fyrir ákveðið námskeið, þarf að færa rök fyrir mikilvægi og notagildi þess

Hvernig er sótt um aðstoð?

Umsóknir skal senda til Helga Freys Hafþórssonar verkefnastjóra margmiðlunar KHA.

Í umsókninni þarf að koma fram:

 • Góð greinargerð um hvað verkefnið felur í sér
 • Innihaldslýsing á þeim efnivið sem á að nota
 • Tímarammi sem tilgreinir hvenær verkefnið þarf að vera tilbúið

Afgreiðsla umsókna

Þegar búið er að fara yfir umsókn er umsækjandi boðaður til fundar með umsjónarmanni myndvers. Farið er yfir vinnuna á bak við verkefnið og þann undirbúning sem verkefnið þarfnast.

ATH: Umsjónarmaður myndvers áskilur sér þann rétt að hafna umsóknum á eftirfarandi forsendum:

 • Umsóknin uppfyllir ekki skilyrði
 • Tímarammi stangast á við verkefni sem eru í vinnslu

Starfsfólk Kennslumiðstöðvar