Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöð

Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöð Háskólans á Akureyri (KHA) veitir ráðgjöf til kennara um þróun kennsluhátta í sveigjanlegu námi sem og um upplýsingatækni og kennslufræði.

KHA aðstoðar stúdenta og starfsfólk á sviði upplýsingatækni og tölvumála. Tölvukerfi og búnaður háskólans er í umsjón KHA.

Afgreiðslutími

  • Virka daga kl. 8:00 - 16:00

Getum við aðstoðað?

Rafræna þjónustuborðið tekur við beiðnum um verkefni, lausnir á vandamálum og ráðgjöf.

  SENDA BEIÐNI

  • Þjónustuborð KHA er staðsett á 1. hæð við K-gang. Þar getur þú fengið tækniaðstoð. Símanúmer er 4608070.

Hjálparsíða

Á hjálparsíðu KHA eru gagnlegar leiðbeiningar:

Aðstoð og ráðgjöf - Opnir tímar á Kennslumiðstöð.

KHA bíður upp á opna tíma alla virka daga frá kl. 11:00 til 12:00. Á þessum tíma verður hægt að koma og fá aðstoð og ráðgjöf á kerfum og forritum sem háskólinn er að þjónusta, án þess að bóka tíma.

Opnu tímarnir eru aðgengilegir í dagatali Uglu.

Verkefni Kennslumiðstöðvar

Kennsluumsjónarkerfi háskólans

Kennslumiðstöð hefur umsjón með Canvas, kennsluumsjónarkerfi háskólans og aðstoðar stúdenta og starfsfólk við notkun þess. Aðstoðin felst í ráðgjöf og vinnustofur um notkun og nýjungar í kerfinu.

Kennsluráðstefna KHA

Ráðstefnan er haldin árlega og er þema hennar Hvað er góð háskólakennsla? Ráðstefnan er auglýst í viðburðadagatali háskólans hér á vefnum.

Ráðstefnan er kjörinn umræðuvettvangur fyrir háskólakennara til að þróa hugmyndir sínar um bætta kennslu. Kennarar við Háskólann á Akureyri eru hvattir til að þróa námskeið sín og nota fjölbreyttar og nútímalegar kennslu- og námsaðferðir við miðlun námsefnis.

Kennarar frá öðrum háskólum eru velkomnir á ráðstefnuna.

Hvað er góð háskólakennsla?

Þróunarnámskeið

Kennarar sem vilja þróa námskeið sín eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn KHA með því að senda inn beiðni. Saman förum við yfir markmið og uppsetningu námskeiðisins. Í framhaldi hittumst við svo reglulega til að aðstoða og þróa námskeiðið enn frekar.

Bóka kennsluráðgjöf

Háskólanám og háskólakennsla

Kennslumiðstöð heldur 10 eininga námskeið á framhaldsstigi fyrir starfsfólk Háskólans á Akureyri sem miðar að því að efla hæfni þátttakenda á að nýta þekkingu um nám og kennslu á háskólastigi markvisst til eigin kennsluþróunar. Námskeiðið skilar aukinni kennslufræðilegri og stafrænni hæfni starfsfólks við Háskólann á Akureyri.

Vinnustofur

Kennslumiðstöð heldur rafrænar vinnustofur í hverri viku fyrir starfsfólk Háskólans á Akureyri. Okkar markmið eru að starfsfólk Háskólans á Akureyri búi yfir þeirri stafrænu hæfni sem þarf til að kenna og starfa í rafrænu umhverfi.

Í dagatali Uglu má finna dagsetningar fyrir næstu vinnustofur. 

Fjærverur

Fjærverurnar gera stúdentum í sveigjanlegu námi kleift að fara um háskólabygginguna og eiga þar samskipti við samnemendur og kennara þrátt fyrir að vera staddir annars staðar á landinu eða jafnvel erlendis. Stúdentar og kennarar geta mætt í fjærveru á fundi, kynningar og í kennslu eða tekið þátt í hópavinnu.

Stúdentum gefst kostur á að mæta í fjærveru ef umsjónarkennari heimilar notkun á fjærveru í kennslustund.

Bóka fjærveru

Ráðgjöf

Hægt er að bóka tíma með starfsfólki Kennslumiðstöðvar til að leita ráða um atriði sem ýmist tengjast kennslufræðilegum atriðum eða margmiðlunar-, tækja- og hugbúnaðarlausnum.

Bóka ráðgjöf

Kennslustofur

Kennslumiðstöð hefur umsjón með búnaði í kennslustofum háskólans og veitir starfsfólki tækniaðstoð við upptökur ef þess er óskað.

Skoða búnað í stofum

Myndver Kennslumiðstöðvar

Myndverið tekur að sér verkefni sem tengjast miðlun á efni í hljóð og mynd. Starfsmaður myndversins ráðleggur kennurum og starfsmönnum um miðlun efnis bæði tækni- og kennslufræðilega.

Umsjónarmaður myndvers er Gunnlaugur Starri Gylfason.

Hvaða verkefni tekur myndver að sér?

Myndver tekur meðal annars að sér:

  • Gerð kennsluefnis í formi myndbanda
  • Upptökur á myndefni fyrir námskeið
  • Lagfæringar á upptökum

Hvernig er sótt um aðstoð?

Send er beiðni í gegnum rafræna þjónustuborðið og í henni þarf að koma fram:

  • Góð greinargerð um hvað verkefnið felur í sér
  • Innihaldslýsing á þeim efnivið sem á að nota
  • Tímarammi sem tilgreinir hvenær verkefnið þarf að vera tilbúið

Senda inn beiðni