Lögfræði við Háskólann á Akureyri er hagnýtt nám og býður upp á mikla möguleika. Áhersla er á að námið stuðli að víðsýni og leggi góðan fræðilegan grunn sem nýtist bæði í starfi og frekara námi.

Er námið fyrir þig ?

  • Vilt þú kryfja málin til mergjar og færa rök fyrir máli þínu?
  • Vilt þú hafa áhrif á samfélagið?
  • Hefurðu áhuga á að starfa í alþjóðlegu umhverfi?
  • Hefur þú ríka réttlætiskennd?

Áherslur námsins

Laganám nýtist víða í atvinnulífinu. Í meistaranámi í lögfræði við Háskólann á Akureyri öðlast nemendur góða þekkingu á meginsviðum íslensks réttar, svo sem réttarfars, stjórnsýsluréttar, refsiréttar og kröfuréttar. Ennfremur leggur námið góðan grunn að framhaldsnámi erlendis.

Þú getur skoðað skipulag námsins í Uglu, kennsluvef háskólans.

Möguleikar að námi loknu

Námið býður upp á fjölbreytta starfsmöguleika að því loknu. Það er góður grunnur fyrir hefðbundin störf lögfræðinga og frekara framhaldsnám. Lögfræðingar sem brautskrást frá Háskólanum á Akureyri starfa meðal annars sem lögmenn og fulltrúar á stærri lögmannsstofum, sem fulltrúar hjá sýslumönnum, í stjórnsýslunni, hjá fyrirtækjum, sem fasteignasalar, í tryggingafélögum og sem gæðastjórar, svo eitthvað sé nefnt.

Inntökuskilyrði

Krafa er að nemendur hafi BA-próf frá lagadeild Háskólans á Akureyri, eða sambærilegt próf í lögfræði frá öðrum háskóla. Almennt er miðað við heildareinkunn 7.0 að lágmarki (eða sambærilega einkunn í öðru einkunnakerfi).

Hér getur þú lesið meira um inntökuskilyrði háskólans.

Sveigjanlegt nám

Lögfræðinám við HA er sveigjanlegt nám sem þýðir að ekki skiptir hvort þú ert staðarnemi eða fjarnemi. Allir fylgja sömu námskrá og hafa aðgang að sama námsefninu.

Nám í lögfræði á meistarastigi fer fram með rafrænum fyrirlestrum og í staðbundnum námslotum í Háskólanum á Akureyri, nema annað sé tekið fram. Námslotur eru tvær á misseri og er skyldumæting í þær. Nýttir eru margvíslegir möguleikar til kennslu og umræðna.

Hér getur þú lesið meira um sveigjanlega námið og séð hvenær námslotur eru.

Vinsamlega athugið að hver vika í fullu háskólanámi er ígildi 50-60 stunda vinnuviku.

Umsagnir

Nám í lögfræði við Háskólann á Akureyri veitti mér góða færni og þekkingu á íslenskum rétti og ekki síður trausta og góða undirstöðu fyrir framhaldsnám mitt í London.

Hjördís Olga Guðbrandsdóttir
sérfræðingur hjá EFTA í Brussel

Meistaranám í lögfræði við HA var bæði metnaðarfullt og skemmtilegt. Námið undirbjó mig vel fyrir námskeið til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómi sem og störf mín sem þingmaður á Alþingi.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir
Þingkona