Lögfræði við Háskólann á Akureyri er hagnýtt nám og býður upp á mikla möguleika. Áhersla er á að námið stuðli að víðsýni og leggi góðan grunn að námi og starfi.

Er námið fyrir þig ?

  • Vilt þú kryfja málin til mergjar og færa rök fyrir máli þínu?
  • Vilt þú hafa áhrif á samfélagið?
  • Hefurðu áhuga á að starfa í alþjóðlegu umhverfi?
  • Hefur þú ríka réttlætiskennd?

Áherslur námsins

Laganám nýtist víða í atvinnulífinu. Í meistaranámi í lögfræði við Háskólann á Akureyri öðlast nemendur góða þekkingu á meginsviðum íslensks réttar, svo sem réttarfars, stjórnsýsluréttar, refsiréttar og kröfuréttar. Ennfremur leggur námið góðan grunn að framhaldsnámi erlendis.

Skipulag námsins má sjá neðar á síðunni.

Möguleikar að námi loknu

Námið býður upp á fjölbreytta starfsmöguleika að því loknu. Það er góður grunnur fyrir hefðbundin störf lögfræðinga og frekara framhaldsnám. Lögfræðingar sem brautskrást frá Háskólanum á Akureyri starfa meðal annars sem lögmenn og fulltrúar á stærri lögmannsstofum, sem fulltrúar hjá sýslumönnum, í stjórnsýslunni, hjá fyrirtækjum, sem fasteignasalar, í tryggingafélögum og sem gæðastjórar, svo eitthvað sé nefnt.

Inntökuskilyrði

Krafa er að nemendur hafi BA-próf frá lagadeild Háskólans á Akureyri, eða sambærilegt próf í lögfræði frá öðrum háskóla. Almennt er miðað við heildareinkunn 7.0 að lágmarki (eða sambærilega einkunn í öðru einkunnakerfi).

Hér getur þú lesið meira um inntökuskilyrði háskólans.

Umsagnir

Nám í lögfræði við Háskólann á Akureyri veitti mér góða færni og þekkingu á íslenskum rétti og ekki síður trausta og góða undirstöðu fyrir framhaldsnám mitt í London.

Hjördís Olga Guðbrandsdóttir
starfsnemi hjá London Centre of International Law Practice.