Nám í lögreglufræði var nýverið fært á háskólastig. Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nám í lögreglufræði.

Námið er fyrir starfandi lögreglumenn sem uppfylla þegar skilyrði laga til skipunar í embætti lögreglumanns og námið felur því ekki í sér starfsnám.

Er námið fyrir þig?

  • Viltu kynnast fræðigreininni betur?
  • Viltu efla fræðilega þekkingu á löggæslu og rannsóknum afbrota?
  • Langar þig að skoða lögregluna frá nýju sjónarhorni?
  • Langar þér að prófa eitthvað nýtt?

Áherslur námsins

Lögreglufræði er hagnýt fræðigrein sem fjallar um viðfangsefni löggæslu í víðu samhengi. Í náminu færðu þjálfun í samskiptum við ólíka hópa samfélagsins. Námið miðar að því að veita nemendum haldgóða þekkingu í lögreglufræði, rannsóknum afbrota, að tryggja öryggi borgaranna og vinna gegn afbrotum.

Kennd er sálfræði, siðferði, lögfræði, afbrotafræði og fleiri greinar sem gagnast þér í daglegum löggæslustörfum.

Möguleikar að námi loknu

Nemendur sem lokið hafa 120 ECTS eininga diplómaprófi í lögreglufræði fyrir starfandi lögreglumenn geta bætt við sig 60 ECTS einingum til BA-prófs í lögreglu- og löggæslufræði.

Félagslífið

Félagslíf er mikilvægur þáttur háskólanáms og er félagslíf nemenda við HA öflugt.

Allir nemendur við háskólann eru í Stúdentafélagi Háskólans á Akureyri (SHA) en einnig er hver deild með sitt nemendafélag. Þemis er félag laga- og lögreglufræðinema og þú getur nálgast nánari upplýsingar um félagið á Facebook.

Inntökuskilyrði

Almenn krafa er að umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Próf frá Lögregluskóla ríkisins og a.m.k. þriggja ára starfsreynsla sem lögreglumaður.

Deildum háskólans er heimilt að innrita tilskilinn fjölda nemenda án stúdentsprófs. Hér getur þú lesið meira um inntökuskilyrði háskólans og undanþágur frá þeim.

Sveigjanlegt nám

Allt grunnnám við Háskólann á Akureyri er sveigjanlegt nám sem þýðir að engu skiptir hvort þú ert staðarnemi eða fjarnemi. Allir fylgja sömu námskránni og námskröfur eru þær sömu.

Flestir hefðbundnir fyrirlestrar eru teknir upp og settir á kennsluvef. Þannig getur þú horft á fyrirlestra þegar þér hentar og eins oft að þú vilt. Þú getur jafnvel hægt eða hraðað á hljóðinu. Okkur þykir samt frábært að fá tækifæri til að hitta þig í háskólanum.

Allir fjarnemar koma nokkrum sinnum á námstímanum í stuttar kennslulotur til Akureyrar þar sem megináhersla er lögð á verkefnavinnu og umræður. Þar gefst þér tækifæri til að hitta kennara, samnemendur og annað starfsfólk háskólans og tengjast enn betur háskólasamfélaginu þínu.

Hér getur þú lesið meira um sveigjanlega námið og séð hvenær námslotur eru.

Umsagnir

Það að nám lögreglumanna sé nú formlega komið á háskólastig er viðurkenning á því mikilvæga hlutverki sem lögreglan gegnir í samfélaginu.

Rósamunda Jóna Baldursdóttir
verkefnastjóri lögreglufræði við HA og fyrrverandi lögreglumaður