Nám í menntavísindum er ætlað þeim sem vilja auka sérþekkingu sína og starfshæfni á sviði menntamála.

Námsleiðin hentar þeim sem vilja auka þekkingu sína á hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar og ráðgjöf í skólum.

Er námið fyrir þig?

  • Viltu verða hæfari í að mæta þörfum ólíkra nemenda í skóla margbreytileikans?
  • Langar þig að hafa áhrif á mótun skólastarfsins?
  • Vilt þú auka þekkingu þína á skóla án aðgreiningar?
  • Vilt þú verða hæfari í að takast á við fjölbreytt verkefni?
  • Langar þig að veita ráðgjöf?
  • Vilt þú hjálpa öðrum?
  • Finnst þér þurfa að efla ákveðna þætti í skólastarfinu?

Fyrirkomulag náms

Brautarstjóri námslínunnar er Anna Elísa Hreiðarsdóttir.

Kennsla fer fram í staðbundnum námslotum í Háskólanum á Akureyri og er skyldumæting í þær. Jafnframt eru margvíslegir möguleikar notaðir við miðlun efnis og til gagnvirkra samskipta.

Hér getur þú séð hvenær námslotur eru.

Áhersla er á að nemendur verði hæfari í takast á við fjölbreytileg verkefni í skóla án aðgreiningar. Þar á meðal að skipuleggja nám, kennslu og stuðning fyrir börn og unglinga. Geta veitt ráðgjöf í þeim efnum til foreldra, nemenda og kennara.

Nemendur verða færir um að taka að sér hlutverk leiðtoga í menntastofnunum og í opinberri stjórnsýslu um mótun skólastarfs í anda fjölbreytileika og lýðræðislegs skólastarfs.

Þú getur skoðað skipulag námsins neðar á síðunni og á Uglu, kennsluvef háskólans.

Nemendur geta sótt námskeið á meistarastigi við aðrar deildir HA og í gesta- eða skiptinámi.

Áherslur námsins

Áhersla er á að nemendur verði hæfari í takast á við fjölbreytileg verkefni í skóla án aðgreiningar. Þar á meðal að skipuleggja nám, kennslu og stuðning fyrir börn og unglinga. Geta veitt ráðgjöf í þeim efnum til foreldra, nemenda og kennara.

Nemendur verða færir um að taka að sér hlutverk leiðtoga í menntastofnunum og í opinberri stjórnsýslu um mótun skólastarfs í anda fjölbreytileika og lýðræðislegs skólastarfs.

Þú getur skoðað skipulag námsins á Uglu, kennsluvef háskólans.

Möguleikar að námi loknu

Nám í menntavísindum hentar sérstaklega vel þeim sem hafa reynslu af fræðslustörfum og vilja dýpka þekkingu sína og efla sig í starfi. Jafnframt eykur það hæfni til að stunda frekara nám.

Inntökuskilyrði

Almenn krafa er að nemendur hafi lokið grunnnámi á háskólastigi og fengið að minnsta kosti fyrstu einkunn (7,25) í meðaleinkunn.

Hér getur þú lesið meira um inntökuskilyrði háskólans.