Sértæk úrræði í námi

Nemendur við Háskólann á Akureyri sem eru með fatlanir eða sértæka námsörðugleika, sem geta á einhvern hátt verið hindrun í háskólanámi, eiga rétt á sértækum úrræðum lögum samkvæmt og eftir því sem kveðið er á um í reglum háskólans.

Sótt er um í þjónustugátt NSHA

Almennt gildir samkomulag um sértæk úrræði fyrir allan námstímann (nema um tímabundin veikindi sé að ræða), þó aldrei lengur en sem nemur hámarkslengd náms samkvæmt reglum háskólans.
Báðir aðilar geta óskað eftir að samningur verði endurskoðaður hvenær sem er.

  • Umsóknartímabil haustmisseris er opið frá upphafi misseris til og með 1. október
  • Umsóknartímabil vormisseris er opið frá upphafi misseris til og með 1. mars
  • Prófkvíðanámskeiði skal vera lokið fyrir 1. október og 1. mars til að fá sérúrræði skráð fyrir aðalpróftíðir.

Fyrir frekari upplýsingar eða aðstoð, bókaðu viðtal hjá ráðgjafa hér → Tímabókanir

Hvað þarf ég að gera?

  • Þú fyllir út umsókn í þjónustugátt NSHA
  • Umsóknartímabil haustmisseris er opið frá upphafi misseris til og með 1. október
  • Umsóknartímabil vormisseris er opið frá upphafi misseris til og með 1. mars
  • Athugið að ekki er hægt að afgreiða umsóknir nema greining eða vottorð viðeigandi sérfræðings fylgi með. Það getur tekið þig tíma að verða þér úti um gögn frá sérfræðingum. Ef úrræðin sem þú þarft á að halda krefjast undirbúnings áður en námskeið hefst, sem dæmi táknmálstúlkun eða rittúlkun, er mikilvægt að skila umsókn tímanlega.
  • Þú fylgist með stöðu umsóknar á þjónustugáttinni.

 Á ég rétt á aðstoð?

Hér getur þú fundið upplýsingar um hvað þú þarft að gera til að óska eftir þjónustu varðandi sértæk úrræði í námi og prófum. Náms- og starfsráðgjafar aðstoða þig.

Hverjir eiga rétt á sértækum úrræðum?

Sértæk úrræði eru einstaklingsmiðuð og eingöngu veitt á grundvelli því sérfræðiáliti sem kemur fram í fylgiskjölum umsækjenda og faglegs mats náms- og starfsráðgjafa NSHA og fela á engan hátt í sér að dregið sé úr eðlilegum námskröfum.

Athugið að ekki er hægt að afgreiða umsóknir nema greining eða vottorð viðeigandi sérfræðings fylgi með.

Greiningar um sértæka námsörðugleika, til dæmis dyslexiu, dysgraphiu, dyscalculiu og taugasálfræðilegan vanda svo sem ADD/ADHD

Framvísa þarf greiningu frá sérfræðingi sem notar viðurkenndar greiningaraðferðir (svo sem LOGOS eða ICD 10 greiningarviðmið).

Prófkvíðanámskeið NSHA á Canvas

Framvísa þarf gögnum til staðfestingar að prófkvíðanámskeiði NSHA á Canvas sé lokið.

Læknisvottorð

Framvísa þarf vottorði eða greiningu frá lækni eða sérfræðingi þar sem kemur fram hver vandinn er og á hvaða hátt hann hefur áhrif á andlega og/eða líkamlega getu til að stunda háskólanám.

Dæmi um sértæk úrræði í prófi

Vandi nemandans og greining ákvarðar hverskonar úrræði á við hverju sinni. Hér eru dæmi um sértæk úrræði í prófi (athugið að þetta er ekki tæmandi listi):

  • Lengri próftími​
  • Próftaka í minni stofum​
  • Próftaka á tölvur ​
  • Lituð blöð​
  • Stækkað letur
  • Púlt í prófi​
  • Pása í prófi​
  • Innlestur á prófum 

Stuðningur í námi

Unnið er að því markmiði að efla nemendur til sjálfshjálpar og styrkja þá í námi. Þjónustan er veitt í náinni samvinnu við nemendur sjálfa. Þannig er leitast við að tryggja að þjónustan sé löguð að þörfum þeirra sem á henni þurfa að halda og í samræmi við það sem HA er fært að veita.

Háskólinn býður nemendum stuðning í námi og sértæk úrræði í samræmi við stefnu háskólans um jafnt aðgengi að námi og störfum.

Þjónusta sem meðal annars stendur til boða

  • Almennur aðbúnaður í húsnæði HA í samræmi við lög og þarfir nemenda
  • Kynning og leiðsögn um háskólasvæðið, sérstaklega ætluð nemendum með hreyfihömlun og sjón- og heyrnarskerðingu. Getur farið fram áður en nám hefst ef óskað er
  • Tækniaðstoð vegna almennrar og sértækrar tölvunotkunar innan kerfis HA
  • Sértæk aðstoð vegna próftöku
  • Aðstoð á námstíma í sanngjörnu samræmi við sérþarfir nemenda og fjárhag HA
  • Aðstoðarfólk eftir því sem við á í sanngjörnu samræmi við þarfir nemenda og fjárhag HA
  • Málsvari innan HA
  • Auðveldur aðgangur að náms- og starfsráðgjöf til persónulegra viðtala
  • Námskeið/vinnusmiðjur um námstækni og um kvíðastjórnun og fleira
  • Námskeið/vinnusmiðjur til að stuðla að velgengni í námi
  • Tilvísanir til sérfræðinga utan HA eftir því sem við á

Þjónusta sem ekki er hægt að veita

  • Ferliþjónusta
  • Tölvur eða tölvubúnaður til persónulegra nota meðan á námi stendur
  • Persónuleg þjónusta af öðru tagi en fram kemur hér að ofan
  • Greiðsla fyrir vottorð sem kann að verða óskað eftir

Saman getum við

  • Komið á samvinnu sem byggir á gagnkvæmu trausti
  • Notað réttar boðleiðir innan háskólans til hagsbóta og betri árangurs fyrir alla
  • Unnið gegn fordómum og vanþekkingu með því að læra hvert af öðru um mannlegan margbreytileika í anda jafnréttissjónarmiða

Fyrirspurnir