Laust er til umsóknar fullt starf lektors í lögfræði við Lagadeild Hug- og félagsvísindasviðs HA, með góða þekkingu á grunn- og kjarnaþáttum lögfræði, einkum á sviði fjármunaréttar.
Helstu verkefni og ábyrgð
Umsækjandi þarf að geta sinnt fræðastörfumá sviði fjármunaréttar samhliða kennslu í grunn- og framhaldsnámi lögfræði. Ef umsækjandi getur jafnframt sinnt kennslu í öðrum greinum en þessum er það kostur.
Sérstaða laganáms við Háskólann á Akureyri felst í framsýnu, sveigjanlegu námi þar sem ekki er gerður greinarmunur á staðnámi og fjarnámi.
Við Háskólann á Akureyri er þriggja ára 180 ECTS nám til BA gráðu í lögfræði og tveggja ára 120 ECTS meistaranám í lögfræði sem lýkur með ML-gráðu. Að auki eru námsleiðir á meistarastigi í boði á ensku í heimskautarétti.
Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf þann 1. júlí 2026, eða samkvæmt samkomulagi. Ráðningartími er tímabundinn til fimm ára en hægt er að óska eftir ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum samkvæmt reglum nr. 726/2023 um ótímabundna ráðningu akademísks starfsfólks við Háskólann á Akureyri. Framgangur í stöðu dósents eða prófessors kemur til greina við ráðningu hafi umsækjandi hæfi til þess að mati dómnefndar.
Helstu verkefni eru rannsóknir og kennsla, bæði á grunnstigi og meistarastigi, stjórnsýslustörf, þróun sveigjanlegs náms og uppbygging doktorsnáms í lögfræði við deildina. Næsti yfirmaður er deildarforseti Lagadeildar. Starfsstöð er á Akureyri.
Kennsla fer að mestu leyti fram í formi fjarkennslu, en einnig í staðlotum.
Hæfniskröfur
- Umsækjendur skulu hafa þekkingu og reynslu í lögfræði í samræmi við alþjóðleg viðmið, staðfest með áliti dómnefndar eða með doktorsprófi frá viðurkenndum háskóla, sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Háskólamenntun á öðrum sviðum en lögfræði sem styðja við framangreindar kennslugreinar hefur einnig vægi við mat á þekkingu og reynslu.
- Kennslu- og stjórnunarreynsla á háskólastigi er æskileg sem og fræðiskrif.
- Reynsla af lögfræðistörfum er æskileg.
- Krafist er góðrar hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfni.
- Mjög gott vald á íslensku og gott vald á ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli. Kunnátta í norrænum tungumálum er kostur.
- Við mat á umsóknum er tekið mið af hversu vel viðkomandi uppfyllir þarfir lagadeildar við Háskólann á Akureyri.
Umsókn skal fylgja
- Greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, fræðastörf og kennslureynslu.
- Greinargerð um fyrirhugaðar rannsóknaráherslur ef til ráðningar kemur.
- Staðfest afrit af öllum viðeigandi prófskírteinum á íslensku eða ensku.
- Umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf umsækjanda eftir því sem við á.
- Tilnefning þriggja meðmælenda, æskilegt er að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi starfi eða fyrra starfi umsækjanda.
- Þær fræðilegu ritsmíðar sem umsækjandi telur sín bestu verk (eitt til þrjú rit) ef umsækjandi hefur þegar birt slíkar ritsmíðar. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skal umsækjandi gera grein fyrir framlagi sínu til verksins.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.
Meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðning í starfið er í samræmi við ákvæði laga um háskóla nr. 63/2006, laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, reglur nr. 694/2022 fyrir Háskólann á Akureyri og reglur nr. 724/2023 um nýráðningar akademísks starfsfólks við Háskólann á Akureyri. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin.
Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur öll kyn til að sækja um laus störf.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.03.2026
Nánari upplýsingar veitir
Davíð Þór Björgvinsson, forseti Lagadeildar, davidthor@unak.is og í stíma 772-3545.
Sækja um starf