Rektor

Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri

Eyjólfur Guðmundsson tók við embætti rektors Háskólans á Akureyri 1. júlí 2014.

Rektor er forseti Háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart starfsfólki og stofnunum innan háskólans og utan. Hann hefur frumkvæði að því að Háskólaráð marki heildarstefnu í málefnum háskólans. Rektor ber ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi háskólans og á milli funda Háskólaráðs fer hann með ákvörðunarvald í öllum málum háskólans.

Viðtalstímar rektors eru eftir samkomulagi og fara í gegnum rektorsskrifstofu.

Ræður og ávörp

Hér verður hægt að nálgast ræður og ávörp rektors við ýmis tilefni.

Myndir og ítarefni

Hér getur að líta feril rektors og myndir af rektor fyrir fjölmiðla