Matsala

Covid-19

Í ljósi aðstæðna höfum við hætt tímabundið með afgreiðslu á mat úr borði í mötuneyti. Þess í stað er boðið uppá bakkamat alla daga vikunnar þar sem í boði er val um fisk, og kjötrétt dagsins, létt og hollt og fjölbreyttan valréttaseðli.

  • Nánari upplýsingar er að fá í síma 462-2257 eða á Kaffi Hól.

Yfir vetrartímann er Kaffi Hóll opinn þegar háskólinn er starfandi:

  • Mánudaga-fimmtudaga frá kl. 8.00-15.20
  • Föstudaga frá kl. 8.00-14.00

Helgar- og sumaropnun er auglýst í Uglu.

Í matsölunni er meðal annars hægt að fá:

  • Heitan mat í hádeginu (skoða matseðil)
  • Súpur, salat og samlokur
  • Brauð og kökur
  • Mjólkurvörur
  • Ávexti
  • Gos og nammi

Veitingastaðir - Afslættir SHA

Afslættir eru í boði fyrir stúdenta í SHA gegn framvísun skólaskírteinis með límmiða hvers skólaárs. Nemendur geta nálgast límmiða á þjónustuborði háskólans og á skrifstofu SHA.

Kynntu þér afslætti SHA þetta skólaárið.