Grunnnám við hjúkrunarfræðideild

Nám til BS-prófs í hjúkrunarfræði tekur fjögur ár. Brautskráning tryggir þér lögverndað starfsleyfi hér á landi sem hjúkrunarfræðingur.

Reglur um námsframvindu

Athugið að samkeppnispróf er þreytt til þess að öðlast rétt til náms á vormisseri fyrsta námsárs. Um 75 nemendur öðlast þennan rétt árlega. Einkunn úr samkeppnisprófi sker úr um áframhaldandi rétt til náms.

Nemandi þarf að ljúka námskeiðum samkvæmt námskrá fyrsta og annars námsárs, áður en hann hefur nám á þriðja námsári.

Hámarkstími til að ljúka námi eru sex ár:

  • Þrjú ár fyrir fyrri hluta náms
  • Önnur þrjú ár fyrir seinnihluta náms

Til þess að nemandi geti farið í klínískt nám á öðru ári þarf hann fyrst að hafa lokið klínísku námi fyrsta árs. Það sama gildir um klínískt nám á þriðja ári.