Gestanám

Nemendum við Háskólann á Akureyri býðst að gerast gestanemendur og taka námskeið við aðra opinbera háskóla.

Opinberu háskólarnir eru:

Með þessu eykst aðgangur nemenda að fjölbreyttu námi og námskeiðum. Gestanemandi er skráður við ákveðinn opinberan háskóla, greiðir skrásetningagjald þar en fær heimild til að skrá sig án endurgjalds í einstök námskeið í öðrum opinberum háskóla.

Gestanám við opinbera háskóla

 • Gestanám er skilgreint sem nám sem er stundað utan heimaskóla
 • Gestanemandi er nemandi sem er skráður við ákveðinn opinberan háskóla (heimaskóla) en fær heimild til að skrá sig í einstök námskeið í öðrum opinberum háskóla (móttökuskóla), án þess að greiða skrásetningagjald þar, enda hafi nemandinn þegar greitt gjaldið í sínum heimaskóla
 • Báðir skólar þurfa að samþykkja umsókn nemanda um gestanám
 • Heimaskóli ber ábyrgð á námsferli nemandans og tryggir að námskeið sem nemandi lýkur við móttökuskólann nýtist honum til lokaprófs (háskólagráðu) í heimaskóla
 • Heimaskóli sér jafnframt um miðlun upplýsinga um námsframvindu til LÍN
 • Heimaskóli og móttökuskóli mega samkvæmt samningi veita hvor öðrum upplýsingar um námsferil nemanda, ef þurfa þykir

Inntökuskilyrði og kröfur um viðveru

 • Almennt skal miðað við að bakkalárnemandi hafi lokið einu ári við heimaskóla áður en hann getur sótt um að gerast gestanemandi
 • Ef ástæða þykir til getur heimaskóli einnig gert kröfu um lágmarksfjölda eininga sem nemandi skal ljúka áður en hann getur sótt um gestanám
 • Gestanemendur þurfa auk þess að uppfylla þær forkröfur sem kunna að gilda og skilyrði um undanfara einstakra námskeiða
 • Ef skólarnir þurfa að beita aðgangstakmörkunum í einstakar námsleiðir eða námskeið geta gestanemendur einnig þurft að uppfylla viðbótarkröfur
 • Gestanemendur verða jafnframt að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í hverju námskeiði um viðveru og þátttöku í kennslustundum
 • Ekki er hægt að ganga að því vísu að gestanám geti farið fram í fjarnámi

Hvernig skal sækja um?

 • Nemandi sem óskar að verða gestanemandi við annan háskóla þarf að leggja fram formlega umsókn um gestanám hjá viðkomandi deild eða kennslusviði heimaskóla,  í síðasta lagi fyrir 15. ágúst vegna haustmisseris og fyrir 15. desember vegna vormisseris
 • Gæta þarf að því að prófatímabil heimaskóla og móttökuskóla geta skarast, þ.e.a.s. próf í báðum skólum gætu mögulega farið fram á sama tíma
 • Brautskráningar skólanna eru á mismunandi tíma og þarf nemandi því að gæta sérstaklega að því að skila námsferli sínum úr gestaskóla á tilsettum tíma fyrir brautskráningu ef hann tekur gestanámskeið á síðasta misseri sínu

Sækja um gestanám (pdf)

Skrifstofustjórar sviðanna fara yfir gestanámsumsóknir: 

 • Anna Bryndís Sigurðardóttir, skrifstofustjóri heilbrigðisvísindasviðs, disa@unak.is
 • Ása Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri Viðskipta- og raunvísindasviðs, asa@unak.is
 • Heiða Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri Hug- og félagsvísindasviðs, heida@unak.is 

Gestanámi lýkur

 • Þegar gestanámi lýkur þarf nemandi að óska eftir staðfestu afriti af námsferli sínum hjá móttökuskólanum sem hann framvísar til heimaskóla