Sálfræði fjallar um hvernig við hugsum, finnum, sjáum og gerum, og hvernig við mótumst af umhverfi okkar og mótum það á sama tíma. Við í Sálfræðideild HA bjóðum stúdentum að hefja spennandi ferðalag inn í hinn fjölbreytta og forvitnilega heim sálfræðinnar.
Við leggjum áherslu á gagnrýna hugsun ásamt breiðri þekkingu á sviðum eins og félags-, þroska-, klínískri og taugasálfræði, hugfræði og íþróttasálfræði. Sveigjanlegt nám gerir stúdentum kleift að stunda háskólanám óháð búsetu og mæta í staðarlotur á Akureyri.
Hvort sem þú vilt skilja mannlega hegðun, hafa áhrif á samskipti milli einstaklinga eða hjálpa fólki að yfirstíga hindranir í lífinu, veitum við þér grunnþekkingu, hæfni og færni sem undirbýr þig bæði fyrir framhaldsnám og fjölbreyttan starfsframa eftir grunnnám.
Fyrir hönd Sálfræðideildar býð ég ykkur velkomin!