Námið veitir dýpri þekkingu á verkjum og verkjameðferð. Námið nýtist vel fyrir fagfólk í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Til dæmis lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og sálfræðinga.

Áhersla er á að þú öðlist þekkingu til að takast á við áskoranir sem bíða þín í þjónustu við fólk sem glímir við verki og þarf á verkjameðferð að halda.

Námið veitir prófgráðuna meistarapróf í heilbrigðisvísindum með áherslu á verki og verkjameðferð.

Er námið fyrir þig?

  • Vinnur þú í heilbrigðiskerfinu eða annarri velferðarþjónustu?
  • Sinnir þú einstaklinum í verkjameðferð?
  • Viltu auka við sérþekkingu þína?
  • Hefur þú áhuga á rannsóknum?
  • Langar þig að auka víðsýni þína?

Áherslur námsins

Umsjónarkennari námslínunnar er Dr. Þorbjörg Jónsdóttir. Hún aðstoðar þig við að setja þér markmið innan námslínunnar og velja saman þau námskeið sem undirbúa rannsóknarverkefnið.

Skyldunámskeið námslínunnar eru fjögur, samtals 40 ECTS einingar. Meistararitgerðin er 60 ECTS einingar og þú hefur val um námskeið upp að 20 ECTS einingar.

Athugið að flest námskeið eru kennd annað hvert ár og taka þarf tillit til þess við gerð námsáætlunar.

Fyrirkomulag námsins

Námið er skipulagt þannig að mögulegt er að stunda vinnu samhliða því. Nemendur vinna verkefni í stað prófa.

Kennsla fer fram í þremur námslotum á misseri og er skyldumæting í að minnsta kosti eina lotu. Jafnframt eru margvíslegir möguleikar notaðir við miðlun efnis og til gagnvirkra samskipta.

Þú getur tekið meistaranámskeið við Háskólann á Akureyri eða aðra háskóla, innanlands eða utan.

Möguleikar að námi loknu

Brautskráðir nemendur hafa nýtt menntunina í störfum innan heilbrigðis- og velferðakerfisins.

Námið er undirbúningur fyrir þá sem hyggja á doktorsnám.

Inntökuskilyrði

Umsækjendur um meistara- og diplómanám þurfa að hafa lokið BS námi á sviði heilbrigðisvísinda eða skyldra greina með fyrstu einkunn (7,25 eða hærra) frá viðurkenndum háskóla.

Umsagnir

Þegar ég fór í framhaldsnám í heilbrigðisvísindum var það öðrum þræði sökum forvitni og hitt að ég hafði heyrt vel af því látið. Skemmst er frá því að segja að námið er bæði hagnýtt og áhugavert. Það er til þess fallið að víkka út sjóndeildarhringinn sem alltaf er kostur ekki síst í flóknu umhverfi heilbrigðisþjónustu.

Þröstur Óskarsson
Deildarstjóri hjúkrunarheimila og sjúkrahúsþjónustu hjá Sjúkratryggingum Íslands