Kort og afgreiðslutími

Háskólinn á Akureyri er á einstaklega fallegum stað í hjarta Akureyrarbæjar. Öll kennsla fer fram á einu svæði og húsnæði háskólans er með því besta sem gerist.

Almennur afgreiðslutími

  • Afgreiðsluborðið er opið frá kl. 8:00-15:30 virka daga og síminn frá kl. 9:00-15:30 

Háskólinn á Akureyri er opinn frá kl. 7:45-22:00  virka daga og frá kl. 9:00-17:00 um helgar. Til miðnættis er hægt að komast inn í húsnæðið með aðgöngupassa við bókasafn HA og hliðarinngang við Miðborg.

Sumaropnun háskólans hefst eftir vormisserispróf. Þá er háskólinn opinn frá kl. 8.00-16.00 virka daga og lokaður um helgar. Sumarlokun háskólans er fimm vikur og hefst í annarri viku júlímánaðar. Háskólinn opnar aftur eftir frídag verslunarmanna.

Aðstaðan

Á háskólasvæðinu fer öll starfsemi háskólans fram. Þar er lesaðstaða nemenda og hópavinnuherbergi, ásamt matsölu, bókasafni, náms- og starfsráðgjöf og líkamsrækt.

Nemendur hafa aðgang að læstum skápum, ljósriturum og tölvum.