Nám í menntavísindum er ætlað þeim sem vilja auka sérþekkingu sína og starfshæfni á sviði menntamála.

Námsleiðin nýtist kennurum til starfsþróunar. Hún hentar þeim sem vilja auka forystuhæfni sína og þekkingu á hugmyndafræði lærdómssamfélags.

Tengdar námsleiðir:

Er námið fyrir þig?

  • Hefur þú áhuga á að bæta við þekkingu þína?
  • Langar þig að efla skólastarf?
  • Vilt þú stuðla að skólaþróun og árangursríku skólastarfi?
  • Hefur þú áhuga á að byggja upp fagmennsku í lærdómssamfélagi?
  • Vilt þú taka forystu og leiða þróunarstarf?

Fyrirkomulag náms

Sérhæfing í forystu í lærdómssamfélagi er 30 ECTS eininga nám á meistarastigi og lýkur með diplómu. Alls eru þrjú 10 ECTS námskeið í náminu. Stúdentar geta einnig valið að taka stök námskeið af námsleiðinni sem hagnýta endurmenntun.

Kennsla fer fram í staðbundnum námslotum í Háskólanum á Akureyri og er skyldumæting í þær. Jafnframt eru fjölbreyttar leiðir notaðar við miðlun efnis og til gagnvirkra samskipta.

Hér getur þú séð hvenær námslotur eru.

Áherslur námsins

Markmið námsins er að auka þekkingu, leikni og hæfni kennara í hugmyndafræði lærdómssamfélags. Einnig að auka hæfni til að taka forystu um að þróa slíkt samfélag í skólum.

Þú getur skoðað skipulag námsins á Uglu, kennsluvef háskólans.

Möguleikar að námi loknu

Nám í menntavísindum hentar sérstaklega vel þeim sem hafa reynslu af fræðslustörfum og vilja dýpka þekkingu sína og efla sig í starfi.

Viðbótarnámi í menntavísindum er ætlað að styrkja stúdenta til þess að takast á við störf í menntakerfinu sem krefjast framhaldsmenntunar á sviði menntavísinda. Jafnframt eykur það hæfni til að stunda frekara nám.

Hæfni í íslensku

Samkvæmt reglugerð um hæfniramma með viðmiðum fyrir almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla skal kennari við brautskráningu úr kennaranámi við íslenska háskóla búa yfir hæfni í íslensku sem samsvarar að lágmarki C1 í Evrópska tungumálarammanum.

Því eru þau sem ekki hafa íslensku sem fyrsta mál og sækja um grunn- eða framhaldsnám við Kennaradeild beðin um að meta færni sína í íslensku og fylla út sjálfsmatsramma Evrópuráðsins.

Hér má sjá Tungumálaramma Evrópuráðsins.

Námskeið við Kennaradeild eru almennt kennd á íslensku.

Inntökuskilyrði

Bakkalárpróf (eða sambærilegt próf) með að lágmarki 2. einkunn og leyfisbréf til kennslu. Starfsreynsla úr skólum er æskileg.

Hér getur þú lesið meira um inntökuskilyrði háskólans.