Við Háskólann á Akureyri starfar fjöldi fræðimanna sem stunda fjölbreyttar rannsóknir. Hér getur þú leita að fræðimönnum eftir sérsviðum.
Rannsóknir eru einn af hornsteinunum í starfsemi Háskólans á Akureyri
Rannsóknir
Norðurslóðir
Tengsl árstíðabundinna sveifla í líðan við líffræðilega og hugræna þætti þunglyndiseinkenna.
RHA er sjálfstæð eining innan Háskólans á Akureyri. Hlutverk miðstöðvarinnar er að efla rannsóknir við HA, gefa út og kynna niðurstöður rannsókna við HA, styrkja tengsl HA við atvinnulífið...
Barnabókasetur – rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna við Háskólann á Akureyri var stofnað 4. febrúar 2012. Að setrinu standa auk háskólans, Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri. Þá eiga Rithöfundasamband Íslands, Samtök barna- og unglingabókahöfunda, IBBY, Félag fagfólks á skólasöfnum og fleiri aðild að setrinu. Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfund og dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri hefur leitt starfsemi Barnabókaseturs.
Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri er sameiginlegur vettvangur starfsmanna sjúkrahússins á Akureyri og HA.
Rannsóknamiðstöð ferðamála er starfrækt af Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, Háskólanum að Hólum, Samtökum ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofu.
Sameiginlegur vettvangur starfsmanna og nemenda háskólans til rannsókna á sviði ofbeldis.
Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri (SHA) heyrir undir viðskipta- og raunvísindasvið háskólans. Sjávarútvegsmiðstöðinni er ætlað er að efla tengsl háskólans við atvinnulífið.
Við Háskólann á Akureyri starfar fjöldi fræðimanna sem stunda fjölbreyttar rannsóknir. Hér getur þú leita að fræðimönnum eftir sérsviðum.