Gæðamál og gæðaráð

Gæðaráð ber ábyrgð á framkvæmd gæðakerfis háskólans. Það tryggir að háskólinn standist þær ytri kröfur sem gerðar eru til gæða í starfi hans.

Í gæðaráði eiga sæti, gæða- og mannauðsstjóri sem er í forsæti, einn fulltrúi frá hverju fræðasviði, tveir fulltrúar frá háskólaskrifstofu og tveir fulltrúar nemenda.

Gæða- og mannauðsstjóri og formaður ráðsins er Vaka Óttarsdóttir.

Reglur um gæðaráð.

Hlutverk og ábyrgð gæðaráðs

 • Gæðaráð ber ábyrgð á framkvæmd gæðakerfis háskólans
 • Það tryggir að háskólinn standist þær ytri kröfur sem gerðar eru til gæða í starfi hans
 • Ráðinu er ætlað að vekja áhuga á gæðamálum innan háskólans
 • Vera vettvangur umfjöllunar og ákvarðanatöku um gæðamál háskólans
 • Stuðla að umbótum og þróun á kennslu og námsmati innan háskólans
 • Fjalla um undirbúning og framkvæmd sjálfsmats og ytra mats á háskólanum
 • Tryggja eftirfylgni með gæðamálum
 • Samþykkja, hafa eftirlit með og tryggja reglulega endurskoðun á námsbrautum og prófgráðum
 • Vaka yfir gæðum rannsókna innan háskólans
 • Safna saman, meta og bregðast við þeim upplýsingum um starfsemi háskólans sem lúta að gæðum
 • Taka afstöðu til mikilvægra breytinga á starfsemi háskólans sem kunna að hafa áhrif á gæði í starfsemi hans

Gæðaráð

Gæðaráð kemur saman mánaðarlega. Senda erindi til gæðaráðs.

Varafulltrúar:

 • NN, fulltrúi heilbrigðisvísindasviðs
 • NN, fulltrúi hug- og félagsvísindasviðs
 • Helga Kristjánsdóttir, dósent, fulltrúi viðskipta- og raunvísindasviðs
 • Óskar Þór Vilhjálmsson, tæknimaður, fulltrúi háskólaskrifstofu
 • Sigrún Lóa Kristjánsdóttir, verkefnastjóri gagnagreiningar og fjárhags, fulltrúi háskólaskrifstofu
 • Heiðdís Fríða Agnarsdóttir, fulltrúi stúdenta
 • Sólveig Birna Elísabetardóttir, fulltrúi stúdenta

Matsskýrslur

Gæðaráð háskólanna er starfshópur erlendra sérfræðinga sem hafa það hlutverk að annast gæðaeftirlit með íslenskum háskólum í umboði mennta- og menningarmálaráðuneytis. Forsendum og aðferðum rammaáætlunar um gæðastarf háskóla (Quality Enhancement Framework – QEF2) er lýst í Quality Enhancement Handbook for Icelandic Higher Education, 2. útg. og felst í stórum dráttum í stofnanamati á forsjá Gæðaráðsins og sjálfsmati fageininga háskólanna.

Skv. QEF2 fer hver háskóli í stofnanamat sjöunda hvert ár og hver fageining innan háskólanna vinnur sjálfsmat og skilar gæðaráðinu niðurstöðum. Eftir sjálfsmat fageininga er þeim skylt að gefa út og birta útdrætti úr sjálfsmatsskýrslunum á vef háskólanna.

Hér birtast matsskýrslur Gæðaráðs háskólanna um Háskólann á Akureyri:

Hér verða útdrættir sjálfsmatsskýrslna Háskólans á Akureyri birtar:

Hug- og félagsvísindasvið

Viðskipta- og auðlindasvið

Heilbrigísvísindasvið

 • Framhaldsnámsdeild (útdráttur væntanlegur haustið 2022)
 • Hjúkrunarfræðideild (útdráttur væntanlegur haustið 2022)
 • Iðjuþjálfunarfræðideild (útdráttur væntanlegur haustið 2022)

Miðstöð doktorsnáms

 • Doktorsnám (útdráttur væntanlegur vorið 2021)

 

Prófgráðulisti við Háskólann á Akureyri

Athugið að námsframboð háskólans kann að vera breytilegt eftir árum.

Prófgráður á bakkalárstigi

NámsleiðGráðaECTS einingar
Félagsvísindi BA 180 ECTS
Fjölmiðlafræði BA 180 ECTS 
Hjúkrunarfræði BS 240 ECTS            
Iðjuþjálfunarfræði BS 180 ECTS 
Kennarafræði BEd 180 ECTS 
Líftækni   BS 180 ECTS 
Lögfræði   BA  180 ECTS 
Lögreglufræði fyrir starfandi lögreglumenn Diplóma 120 ECTS
Lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn Diplóma 120 ECTS
Lögreglu- og löggæslufræði BA 180 ECTS
Náttúru- og auðlindafræði         Diplóma      120 ECTS        
Nútímafræði BA  180 ECTS  
Sálfræði BA  180 ECTS 
Sjávarútvegsfræði BS  180 ECTS 
Viðskiptafræði   BS  180 ECTS 

Prófgráður á meistarastigi

NámsleiðGráðaECTS einingar
Auðlindafræði   MS  120 ECTS 
Fjölmiðla- og boðskiptafræði MA 120 ECTS
Fjölmiðla- og boðskiptafræði Diplóma 30 ECTS
Haf- og strandsvæðastjórnun      MRM  120 ECTS            
Heilbrigðisvísindi   Diplóma  40 ECTS 
Heilbrigðisvísindi   MS 120 ECTS     
Iðjuþjálfunarfræði Diplóma 60 ECTS
Lögfræði, heimskautaréttur  MA  120 ECTS 
Lögfræði, heimskautaréttur   LLM 90 ECTS 
Lögfræði, heimskautaréttur  Diplóma  60 ECTS
Lögfræði   ML 120 ECTS 
Menntavísindi   MA  120 ECTS 
Menntavísindi   Viðbótarpróf  60 ECTS 
Menntunarfræði   MEd  120 ECTS 
Menntunarfræði MT 120 ECTS
Menntunarfræði   Viðbótarpróf  60 ECTS 

Sjálfbær framleiðsla og nýting sjávarauðlinda

 MS 120 ECTS 

Stjórnun sjávarauðlinda

 MS 120 ECTS
Viðskiptafræði   MS  120 ECTS