Laganám hentar öllum þeim sem áhuga hafa á lögum, alþjóðamálum, stjórnmálum, viðskiptum, samfélagslegum málefnum eða réttarríkinu. Nám í lögfræði við Háskólann á Akureyri er afar góður kostur fyrir þá sem vilja stunda metnaðarfullt nám í nútímalegu námsumhverfi en skólinn hefur boðið upp á nám til meistaraprófs í lögfræði frá árinu 2003.
Við lagadeild starfa öflugir fræðimenn auk starfsfólks í stjórnsýslu og stoðþjónustu.