Ef þú ert á aldrinum 11-13 ára getur þú sótt um í Vísindaskólann. Vísindaskóli unga fólksins er í júní á hverju ári, eftir að skólanum þínum lýkur. Í vísindaskólanum getur þú:
- Rannsakað allskonar skemmtilegt
- Prufað, fiktað og gert tilraunir
- Kynnst fullt af krökkum
Skoðaðu vefsíðu Vísindaskólans þar getur þú kynnt þér betur um hvað skólinn snýst.
Til forráðamanna ungra vísindamanna
Vísindaskóli unga fólksins veitir námsfúsum börnunum innsýn í vísindi líðandi stundar. Skólinn veitir börnum tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast Háskólanum á Akureyri.
- Skólinn er starfræktur seinnihluta júní mánaðar
- Hann stendur í eina viku, kennt er frá 9:00-15:00
- Ungir vísindamenn vinna í litlum hópum
- Allir hópar fara á öll námskeiðin í skólanum
Skólinn er styrktur af fyrirtækjum og stofnunum. Þátttökugjaldi er því stillt í hóf.