Smelltu á eftirfarandi kafla hér að neðan fyrir leiðbeiningar um hvernig á að bæta við og breyta heimildum í rafrænum leslistum.
Bæta við og breyta uppröðun leslista
- Smelltu á Bæta við og veldu Nýr hluti

- Titil þarf að skrá, lýsingu ef við á

- Til að breyta hluta smellir þú á punktana þrjá við þann hluta og velur Breyta hluta

Bók
- Smelltu á Bæta við og veldu Leita í bókasafninu:

- Skráðu nafn bókar og höfund í leitarglugga:

- Finndu réttu bókina í niðurstöðunum, smelltu á hana, veldu þann hluta námskeiðsins þar sem þú vilt bæta bókinni við og smelltu síðan á Bæta við neðst til hægri. Vertu viss um að velja rétta útgáfu bókarinnar.

Bókakafli
Allt efni úr prentuðum bókum er höfundaréttvarið og því mikilvægt að hafa samband við bókasafnið í sambandi við skráningu.
- Smelltu á Bæta við og veldu Leita í bókasafninu:

- Skráðu nafn bókar og höfund í leitarglugga:

- Finndu réttu bókina í niðurstöðunum, smelltu á hana, veldu þann hluta námskeiðsins þar sem þú vilt bæta bókinni við og smelltu síðan á Bæta við neðst til hægri. Vertu viss um að velja rétta útgáfu bókarinnar.

- Í Bæta við og breyta smellirðu á Tegund og velur Bókarkafli úr fellilistanum. Fylltu síðan út eftirfarandi reiti: titill kafla, höfundur kafla, númer kafla, upphafssíða, lokasíða, ritstjóri og útgáfuár. Þar sem þú ert að breyta bók eru sumir reitir þegar útfylltir. Smelltu á Vista efst til hægri þegar þú ert búin(n).

Bæta við athugasemd (upplýsingar um kaflaheiti, blaðsíðutöl og fleira)
Ef þú vilt bæta athugasemd við þær upplýsingar sem fyrir eru, smellir þú á það námsefni á listanum sem þarf að breyta og fyrir neðan birtist lítið eyðublað. Skrifar þar athugasemd í reitinn fyrir nemendur og dagsetningu ef við á. Athugasemdin vistast sjálfkrafa.

Grein
- Smelltu á Bæta við og veldu hvers konar efni fer á rafræna leslistann:

- Skráðu titil greinar í leitargluggann:

- Smelltu á rétta grein í niðurstöðulistanum og veldu svo þann hluta námskeiðsins þar sem þú vilt bæta greininni við. Smelltu síðan á Bæta við neðst til hægri:

Ef þú finnur ekki greinina með titli þarftu að leita að tímaritinu og breyta síðan færslunni á sama hátt og bókarkafla.
Bæta heimild inn handvirkt
Ef heimild finnst ekki þarftu að bæta henni inn handvirkt.
- Smelltu á Handvirk færsla:

- Smellir á Tegund og velur þá tegund heimildar sem þú vilt bæta við:

- Fylltu út þau svæði sem nauðsynleg eru. Meginreglan er að allar upplýsingar sem þarf til að geta vísað í heimildina séu til staðar. Kannaðu leiðbeiningar fyrir tilvísunarstílinn sem þú notar ef þú ert óviss um hvaða svæði á að fylla út. Smelltu svo á Next efst til hægri og síðan Add.
Nafn höfundar. (ártal). Titill greinar. Titill tímarits, árgangur(tölublað), xx–xx. https://doi.

Lagfæra heimild í rafrænum leslista
- Smelltu á punktana þrjá og veldu Breyta eintaki:

- Hér er t.d. nafni höfundar breytt og svo smellt á Vista:

Færa heimild
Hægt er að færa færslur milli vikna eða innan skipulags leslistans með því að færa músarbendilinn yfir gula hringinn með punktunum sex inní og draga þangað sem þú vilt fá færsluna:

Eyða heimild
Smelltu á punktana þrjá og veldu Eyða eintaki:

RefWorks - tenging við heimildaskráningarkerfi
Athugaðu að til þess að nota þessa leið þarftu að vera með aðgang að þínu RefWorks svæði. Leiðbeiningar um uppsetningu og notkun RefWorks er að finna hér á vef bókasafnsins.
- Smelltu á Stillingar í Rafræna leslistanum og veldu Heimildaskráningarkerfi:

- Veldu +Bæta við heimildaskráningarkerfi og veldu RefWorks
- Skráðu inn upplýsingar – gott að búa til möppu, gott skipulag gulli betra:


- Ef tenging mistekst er um að gera að skoða hvort netfang og lykilorð séu rétt skráð. Einnig er gott að prófa að skipta um vafra. Ef þetta gengur ekki er hægt að hafa samband við KHA eða bókasafnið:

Vinnsla í bókasafni
Svona er hægt að losna við víb.
- Vinnsla í bókasafni

- Smella á Mengi lokið
