Námið er fyrir ljósmæður sem vilja auka þekkingu og færni í rannsóknum.

Þú getur valið áherslusvið innan ljósmóðurfræðinnar eða á öðru sviði innan heilbrigðisvísinda.

Námið veitir prófgráðuna meistarapróf í heilbrigðisvísindum eða meistarapróf í heilbrigðisvísindum með áherslu á ljósmóðurfræði (ef valið í meistaraverkefninu er með þeim hætti).

Er námið fyrir þig?

  • Viltu dýpka skinging þinn á rannsóknum í ljósmóðurfræðum?
  • Ert þú ljósmóðir?
  • Viltu auka við sérþekkingu þína?
  • Hefur þú áhuga á rannsóknum?
  • Langar þig að auka víðsýni þína?

Áherslur námsins

Umsjónarkennari námslínunnar er Sigfríður Inga Karlsdóttir. Hún aðstoðar þig við að setja þér markmið innan námslínunnar og velja saman þau námskeið sem undirbúa rannsóknarverkefnið.

Ljósmæður geta fengið metnar 70 ECTS einingar af grunnnámi sínu (sbr. matsreglur framhaldsnámdeildar). Sýna þarf fram á gögn frá viðkomandi skóla og starfsleyfi sem ljósmóðir.

Skyldunámskeið námslínunnar eru tvö, Eigindlegar rannsóknaraðferðir og Megindlegar rannsóknaraðferðir. Meistararitgerð er að lágmarki 30 ECTS.

Athugið að flest námskeið eru kennd annað hvert ár og taka þarf tillit til þess við gerð námsáætlunar.

Fyrirkomulag námsins

Námið er skipulagt þannig að mögulegt er að stunda vinnu samhliða því. Nemendur vinna verkefni í stað prófa.

Kennsla fer fram í þremur námslotum á misseri og er skyldumæting í að minnsta kosti eina lotu. Jafnframt eru margvíslegir möguleikar notaðir við miðlun efnis og til gagnvirkra samskipta.

Þú getur tekið meistaranámskeið við Háskólann á Akureyri eða aðra háskóla, innanlands eða utan.

Möguleikar að námi loknu

Brautskráðir nemendur með meistaranám í heilbrigðisvísindum fara í stjórnunarstörf innan heilbrigðiskerfisins, starfa sjálfstætt eða eru í stöðum sérfræðinga.

Námið er undirbúningur fyrir þá sem hyggja á doktorsnám.

Inntökuskilyrði

Umsækjendur um meistara- og diplómanám þurfa að hafa lokið BS námi á sviði heilbrigðisvísinda eða skyldra greina með fyrstu einkunn (7,25 eða hærra) frá viðurkenndum háskóla.

Umsagnir

Námið var að mínu mati bæði vel upp sett og skemmtilegt. Fyrirlestrarnir, verkefnavinnan og allar umræðurnar nýttust mér vel bæði persónulega og faglega og voru kærkomin viðbót við grunnmenntunina og starfsreynsluna. Háskólaumhverfið var virkilega uppbyggjandi, fullt af skemmtilegum nemendum og vingjarnlegu starfsfólki. Ég eignaðist marga nýja vini og kunningja. Meistaranámið og rannsóknavinnan sem fylgdi í kjölfarið opnaði mér leið inn í draumastarfið.

Hulda Sædís Bryngeirsdóttir
Hjúkrunarfræðingur MSc og ráðgjafi hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands