HA vinur

Viltu vita frá fyrstu hendi hvernig það er að vera stúdent í HA?

  • Stúdent við háskólann setur sig í samband við þig og segir þér frá náminu og háskólanum.
  • Þér er óhætt að spyrja allra mögulegra spurninga og þú færð einlægt svar.
  • Viltu frekar vera í góðra vina hópi og fá myndbandskynningu á námsframboði við HA? Ekkert mál. Skráðu hópinn þinn og við finnum tíma fyrir persónulega kynningu.

Skráningareyðublað

Með því að fylla út skráningarformið parar HA þig við réttu aðilana og þið getið komið ykkur saman um tíma og rúm. Hvort heldur sem kynningin fer fram í gegnum síma, á netspjalli (til dæmis Messenger) eða í myndbandsforriti eins og Teams, Zoom eða Skype – HA vinur sér um sína.

Smelltu hér til að skrá þig

Smelltu hér til að skrá hóp