Háskólafundur

Háskólafundur er samráðsvettvangur fulltrúa yfirstjórnar háskólans, fræðasviða hans, fulltrúa starfsmanna við stjórnsýslu skólans og fulltrúa nemenda og kennara. 

Fundurinn er vettvangur fyrir umræðu um fagleg málefni háskólans og akademíska stefnumótun.

Reglur um háskólafund Háskólans á Akureyri

Hlutverk háskólafundar

  1. Háskólafundur er samráðsvettvangur fulltrúa yfirstjórnar háskólans, fræðasviða hans, fulltrúa starfsmanna við stjórnsýslu skólans og fulltrúa nemenda og kennara. Skal fundurinn vera vettvangur fyrir umræðu um fagleg málefni innan háskólans sem og varðandi akademíska stefnumótun.
  2. Háskólafundur mótar sameiginlega vísinda- og menntastefnu háskólans og leitast við að efla og styrkja þróun hans.
  3. Háskólaráð getur leitað umsagnar háskólafundar um hvaðeina sem varðar starfsemi háskólans.
  4. Fundurinn telst ályktunarbær um hvaðeina sem snýr að vísinda- og menntastefnu háskólans og um önnur þau málefni sem Háskólaráð ákveður sérstaklega að vísa til hans.
  5. Háskólafundur tjáir sig um mál í formi ályktana, en um er að ræða umræðuvettvang og ráðgefandi umsagnaraðila um þau mál sem tekin eru til umfjöllunar skv. dagskrá fundar.
  6. Ákvörðunum Háskólaráðs eða annarra þar til bærra stofnana háskólans verður ekki skotið til háskólafundar til ákvörðunar.
  7. Háskólafund skal halda a.m.k. einu sinni á ári, en rektor stýrir fundi og boðar til hans.
  8. Rektor skal kynna ályktanir háskólafundar á vettvangi háskólans.

Skipan háskólafundar

Á háskólafundi eiga eftirfarandi fulltrúar rétt til setu:

  • Rektor, forsetar fræðasviða, deildarforsetar, forseti Stúdentafélags Háskólans á Akureyri, framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu og gæða- og mannauðsstjóri.
  • Úr hópi fastra kennara tilnefna fræðasvið háskólans, hvort um sig átta fulltrúa, talsmaður Félags prófessora við ríkisháskóla sem starfa við HA tilnefnir einn, stjórn Félags háskólakennara á Akureyri tilnefnir einn, starfsfólk við stjórnsýslu háskólans tilnefnir fimm og skulu þeir allir, auk varamanna, tilnefndir eftir kosningu á viðkomandi fræðasviði, á meðal viðkomandi félagsmanna eða meðal starfsfólks við stjórnsýslu, til tveggja ára í senn.
  • Stúdentar háskólans tilnefna eftir kosningu á vettvangi SHA sjö fulltrúa, og jafn marga til vara, til setu á háskólafundi til eins árs í senn, en Háskólaráð getur þó ákveðið hverju sinni að þeir fulltrúar verði ýmist fleiri eða færri m.t.t. áskilnaðar laga þar um.
  • Fulltrúar í Háskólaráði hafa sem slíkir seturétt á háskólafundi en ekki atkvæðisrétt.

Fundargerðir

 2008-2017

12. háskólafundur 29. mars 2017 (pdf)
11. háskólafundur 15. desember 2016 (pdf)
10. háskólafundur 13. nóvember og 15. desember 2015 (pdf)
9. háskólafundur 21. nóvember 2014 (pdf)
8. háskólafundur 25. október 2013 (pdf)
7. háskólafundur 9. nóvember 2012 (pdf)
6. háskólafundur 17. nóvember 2011 (pdf)
5. háskólafundur 29. október 2010 (pdf)
4. háskólafundur 26. maí 2009 (pdf)
3. háskólafundur 25. mars 2009 (pdf)
2. háskólafundur 19. september 2008 (pdf)
1. háskólafundur 2. apríl 2008 (pdf)