Á þessari námslínu öðlast þú dýpri þekkingu á öldrun og heilbrigði í íslensku samfélagi.

Markmið námsins er að þekkingin nýtist þér til að takast á við margvíslegar áskoranir sem bíða þín í þjónustu við aldraða.

Námið veitir prófgráðuna meistarapróf í heilbrigðisvísindum með áherslu á öldrun.

Er námið fyrir þig?

  • Viltu dýpka skinging þinn á öldrun og heilbrigði í íslensku samfélagi?
  • Viltu bæta heilsu og vellíðan aldraðra?
  • Er hluti af starfinu þínu að þjónusta aldraða?
  • Viltu auka hag aldraðra?
  • Viltu auka við sérþekkingu þína?
  • Hefur þú áhuga á rannsóknum?
  • Langar þig að auka víðsýni þína?

Áherslur námsins

Umsjónarkennari námslínunnar er Dr. Kristín Þórarinsdóttir. Hún aðstoðar þig við að setja þér markmið innan námslínunnar og velja saman þau námskeið sem undirbúa rannsóknarverkefnið.

Skyldunámskeið námslínunnar eru fjögur, samtals 40 ECTS einingar. Meistararitgerðin er 60 ECTS einingar og þú hefur val um námskeið upp að 20 ECTS eingingar. 

Athugið að flest námskeið eru kennd annað hvert ár og taka þarf tillit til þess við gerð námsáætlunar.

Fyrirkomulag námsins

Námið er skipulagt þannig að mögulegt er að stunda vinnu samhliða því. Nemendur vinna verkefni í stað prófa.

Kennsla fer fram í þremur námslotum á misseri og er skyldumæting í að minnsta kosti eina lotu. Jafnframt eru margvíslegir möguleikar notaðir við miðlun efnis og til gagnvirkra samskipta.

Þú getur tekið meistaranámskeið við Háskólann á Akureyri eða aðra háskóla, innanlands eða utan.

Möguleikar að námi loknu

Brautskráðir nemendur með meistaranám í heilbrigðisvísindum fara í stjórnunarstörf innan heilbrigðiskerfisins, starfa sjálfstætt eða eru í stöðum sérfræðinga.

Námið er undirbúningur fyrir þá sem hyggja á doktorsnám.

Inntökuskilyrði

Umsækjendur um meistara- og diplómanám þurfa að hafa lokið BS námi á sviði heilbrigðisvísinda eða skyldra greina með fyrstu einkunn (7,25 eða hærra) frá viðurkenndum háskóla.

Umsagnir

Námið var mjög einstaklingsmiðað og ekki skemmdi að kennararnir voru frábærir. Ég get heilshugar mælt með náminu, það hefur reynst gott veganesti í starfi mínu sem öldrunarsjúkraþjálfari.

Guðfinna Björnsdóttir
Sérfræðingur í öldrunarsjúkraþjálfun hjá Heimasjúkraþjálfun