Örfyrirlestrar og námskeið

Örfyrirlestrar

Stuttir og fjölbreyttir fyrirlestrar um ýmis málefni, til dæmis:

 • Hvernig þú sameinar háskólanám og fjölskyldulíf
 • Próftökutækni
 • Markmiðasetningu og tímastjórnun
 • Frestun
 • Helstu þætti í námstækni og góðum vinnubrögðum
 • Almenna líðan og geðheilbrigði

Þessir fyrirlestrar eru öllum nemendum opnir – líka fjarnemum, sem boðið er að mæta í Zoom eða fjærveru. Fyrirlestrarnir eru auglýstir sérstaklega í dagatali Uglu og á samfélagsmiðlum HA.

Námskeið

Miðstöðin býður upp á netnámskeið um almenna námstækni og kvíðastjórnun. Námskeiðin eru aðgengileg í kennslukerfi HA, þannig að þú getur tekið þau hvenær sem er og á eigin hraða.

 • Til þess að sækja um sérúrræði vegna prófkvíða þarf að hafa tekið námskeiðið um kvíðastjórnun

Námskeið um námstækni

Námsvenjur, tímastjórnun, próftökutækni, minnistækni, lestartækni, glósutækni, frestun og fleira.

Námskeið um kvíðastjórnun

Hvað er kvíði og hvaðan kemur hann, ýmsar aðferðir til að geta stjórnað kvíðanum, Þessi námskeið eru einungis til í vefútgáfu og eru því óháð stað og stund. Nemendur sem skrá sig á þau hafa aðgang að þeim allt skólaárið.

Skráning

 • Námskeiðið kostar 5000 kr.
 • Reikningsnúmer: 0162-26-6610
 • Kennitala: 520687-1229
 • Sendið kvittun á radgjof@unak.is, merkta námskeiðinu sem greitt er fyrir. Þá fáið þið aðgang að því á vefkennslukerfi HA.