Örfyrirlestrar og námskeið

Námskeið hjá Einari sálfræðing

Örfyrirlestrar

Stuttir og fjölbreyttir fyrirlestrar um ýmis málefni, til dæmis:

 • Hvernig þú sameinar háskólanám og fjölskyldulíf
 • Próftökutækni
 • Markmiðasetningu og tímastjórnun
 • Frestun
 • Helstu þætti í námstækni og góðum vinnubrögðum
 • Almenna líðan og geðheilbrigði

Þessir fyrirlestrar eru aðgengilegir öllum stúdentum HA, bæði á staðnum og í Zoom.

Námskeið

Náms- og starfsráðgjöf Háskólans á Akureyri býður upp á netnámskeið sem eru aðgengileg í kennslukerfum HA. Þú getur tekið þau hvenær sem er og á eigin hraða.

 • Til þess að sækja um sérúrræði vegna prófkvíða þarf að hafa lokið námskeiði vegna prófkvíða.

Prófkvíðanámskeið

Hvað er kvíði og hvaðan kemur hann? Á námskeiðinu lærir þú hvernig hægt er að ná tökum á eigin hugsunum og þannig draga úr kvíða og vanlíðan tengdum prófum.  Námskeiðið er aðgengilegt á kennslukerfinu Canvas. Þú getur tekið það hvenær sem er og á eigin hraða. Stúdentar hafa aðgang að námskeiðinu allt skólaárið. 

Skráning á prófkvíðanámskeið

 • Kostar 5000 kr.
 • Reikningsnúmer: 0162-26-6610
 • Kennitala: 520687-1229
 • Sendið kvittun á radgjof@unak.is, merkta námskeiðinu sem greitt er fyrir (prófkvíðanámskeið). Þá fáið þið aðgang að því á vefkennslukerfi HA.

Athugið:

 • Til þess að sækja um sérúrræði vegna prófkvíða þarf í fyrstu að fara í viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa, fylla út prófkvíðakvarða og ljúka þessu námskeiði.
 • Vegna haustmisserisprófa fyrir 15. október og vegna vormisserisprófa fyrir 15. mars.

Almenn námstækni

Námstækni þjálfar stúdenta í vinnubrögðum sem virka vel í námi. Í Canvas er að finna námstæknisíðu sem er opin öllum stúdentum HA gjaldfrjálst. Þar er til dæmis farið yfir:

 • Tímaskipulag og markmiðasetning
 • Lestrar-, glósu- og minnistækni
 • Frestun og líðan
 • Undirbúningur fyrir próf

Dagskrá örfyrirlestra og námskeiða vormisseri 2022

Námskeið og fyrirlestrar eru opin öllum sem skráð eru í  Háskólann á Akureyri og er gjaldfrjálst. Nánari upplýsingar má finna í Uglu undir Tilkynningar og Á döfinni þegar líður að námskeiði eða örfyrirlestri. Einnig á samfélagsmiðlum NSHA á Facebook og Instagram.

Janúar

 • Nýtt ár - ný tækifæri! Settu persónulega stefnu fyrir árið 2022 - örfyrirlestur
 • Samþætting háskólanáms og fjölskyldulífs – hlaðvarp
 • Hugræn atferlismeðferð (HAM) – námskeið
  • 6 skipta námskeið í hugrænni atferlismeðferð við kvíða og þunglyndi
  • 1 sinni í viku í 6 vikur, hefst í janúar
  • Skráning nauðsynleg → salfraedithjonusta@unak.is

Febrúar  

 • Framadagar í HA - viðburður í samstarfi við SHA
 • Álag í háskólanámi? Hagnýt bjargráð gegn streitu og prófkvíða – örfyrirlestur
 • Hugræn atferlismeðferð (HAM) – námskeið
  • 6 skipta námskeið í hugrænni atferlismeðferð við kvíða og þunglyndi
  • 1 sinni í viku í 6 vikur, hefst í febrúar
  • Skráning nauðsynleg → salfraedithjonusta@unak.is

Mars 

 • Sjálfstyrking – námskeið
  • Hópnámskeið 3 skipti - skráning auglýst síðar
  • Fjallað verður um sjálfstraust og samskipti og unnið með þætti til að efla sjálfmat og bæta líðan
  • Frekari upplýsingar hjá ráðgjöfum NSHA eða á radgjof@unak.is eða salfraedithjonusta@unak.is

Apríl

 • Próf og próftaka - örfyrirlestur