Námskeið

Námskeið hjá Einari sálfræðing

Nemendaráðgjöf býður upp á námskeið og ýmislegt fleira gagnlegt fyrir þig.

Námskeið sem eru alltaf aðgengileg

Námstækni

Námstækni þjálfar stúdenta í vinnubrögðum sem virka vel í námi. Í Canvas er að finna námstæknisíðu sem er opin öllum stúdentum HA gjaldfrjálst. Þar er til dæmis farið yfir:

  • Tímaskipulag og markmiðasetning
  • Lestrar-, glósu- og minnistækni
  • Frestun og líðan
  • Undirbúningur fyrir próf

Prófkvíðanámskeið

Hvað er kvíði og hvaðan kemur hann? Á námskeiðinu lærir þú hvernig hægt er að ná tökum á eigin hugsunum og þannig draga úr kvíða og vanlíðan tengdum prófum. Námskeiðið er aðgengilegt á kennslukerfinu Canvas. Þú getur tekið það hvenær sem er og á eigin hraða. Stúdentar hafa aðgang að námskeiðinu allt skólaárið.

Skráning á prófkvíðanámskeið

  • Kostar 5000 kr.
  • Reikningsnúmer: 0162-26-6610
  • Kennitala: 520687-1229
  • Sendið kvittun á radgjof@unak.is, merkta námskeiðinu sem greitt er fyrir (prófkvíðanámskeið). Þá fáið þið aðgang að því á vefkennslukerfi HA.

Athugið:

  • Til þess að sækja um sértæk úrræði vegna prófkvíða þarf í fyrstu að fara í viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa, fylla út prófkvíðakvarða og ljúka þessu námskeiði.
  • Vegna haustmisserisprófa fyrir 1. október og vegna vormisserisprófa fyrir 1. mars.

Hugræn atferlismeðferð - HAM

5 skipta námskeið í hugrænni atferlismeðferð við kvíða og þunglyndi . 1 sinni í viku í 5 vikur.

Skráðu þig í gegnum netfangið sali@unak.is.

Námskeið á næstunni

Janúar

Upphaf árs – nýir möguleikar 

- 12. janúar kl. 11:00 til 12:00.

Í upphafi árs er oft gott að líta yfir farin veg en einnig til framtíðar. Hvernig er ákjósanlegt að haga markmiðum og takast á við nýjar áskoranir án þess að ætla sér um of. Nánar auglýst í dagatali Uglu.

 Fullkomnun vs. Metnaður

- 19. janúar. Er það sami hluturinn eða er einhver munur þar á? Hvað er hægt að gera ef áherslan á árangur er farin að trufla frammistöðu? Nánar auglýst í dagatali Uglu.

Lokaverkefni – undirbúningur og skipulag

- 27. janúar.

Námskeið nemendaráðgjafar og er ætlað fyrir stúdenta sem eru að vinna í lokaverkefnu.

Farið verður yfir mikilvæga þætti varðandi undirbúning, skipulag og gagnleg vinnubrögð. Einnig verður skoðað hvernig hægt er að gera verkefnisáætlun fyrir lokaverkefni.

Kennari er María Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi. Nánar auglýst í dagatali Uglu.

Nánar auglýst í dagatali Uglu.

Febrúar

Gagnvirkur lestur og notkun hugtakakorta í skrifum

- 10. febrúar. Kennari er Aníta. Nánar auglýst í dagatali Uglu.

Örfyrirlestur – prófkvíði 

- 24. febrúar. 

Fjallað verður um:

  • Tilfinninguna kvíða
  • Hvernig kvíði getur gagnast í prófi
  • Hvernig læra má að stjórna kvíða betur

Mars

Ferilskrá og atvinnuviðtal

– 4. mars. Kennari er Aníta. Nánar auglýst í dagatali Uglu.

Hugsanir og líðan

- 9. mars.

  • Hvert er samband aðstæðna og líðanar?
  • Hvert er hlutverk hugsana?
  • Eru allar hugsanir sömu tegundar?

Sálfræðingur Nemendaráðgjafar heldur stuttan örfyrirlestur þar sem reynt verður að svara þessum spurningum og fleiri til! Einnig verður huganaskráning kynnt en hún er eitt af grunn verkfærum sem notuð eru í hugrænni atferlismeðferð.

Nánar auglýst í dagatali Uglu.

Hvernig lærir þú?

– 24. mars. Kennari er Aníta. Örfyrirlestur um ólíka námsstíla og styrkleika í námi. Nánar auglýst í dagatali Uglu.

Apríl

Próf og próftaka

– 13. apríl.

Prófundirbúningur er álagstími í lífi flestra háskólanema og þá skiptir máli að huga vel að líðan og reyna að finna jafnvægi milli mikilvægra þátta í lífinu meðfram undirbúningnum.

Ef við hlúum vel að okkur og sinnum persónulegum undirbúningi verður auðveldara að takast á við efnislegan undirbúning og við verðum betur í stakk búin til þess að taka próf.

Nánar auglýst í dagatali Uglu.

Bendill námskeið

- 14. apríl. Áhugakannanir eru notaðar til að aðstoða fólk við að taka ákvarðanir um nám og störf. Nánar auglýst í dagatali Uglu.

Liðin námskeið

Ef eftirfarandi námskeið vekja áhuga getum við hjá Nemendaráðgjöf sett þau aftur á dagskrá í vetur.

  • Að hefja nám við HA
  • Að ná markmiðum sínum
  • Að skrá hugsanaskrár
  • Að takast á við álag í háskólanámi
  • Bendill
  • Betri svefn - grunnstoð heilsu
  • Bjargir í námi og Snjallvefjan
  • Bjargir í námi og Snjallvefjan
  • Fullkomun eða metnaður?
  • Gerð ferilskrár og atvinnuumsóknir
  • Hugsanir og líðan
  • Hvernig lærir þú? Örfyrirlestur um ólíka námsstíla
  • Lokaverkefni og verkefnastjórnun
  • Ólíkir námsstílar (hvernig lærir þú?)
  • Uppgötvaðu styrkleika þína
  • Sjálfstyrkingarnámskeið
  • Styrkleikanámskeið
  • Próf og próftaka
  • Prófkvíði
  • Sjálfstyrkingarnámskeið
  • Vítahringur frestunar