Námskeið

Námskeið hjá Einari sálfræðing

Nemendaráðgjöf býður upp á námskeið og ýmislegt fleira gagnlegt fyrir þig.

Námskeið sem eru alltaf aðgengileg

Námstækni

Námstækni þjálfar stúdenta í vinnubrögðum sem virka vel í námi. Í Canvas er að finna námstæknisíðu sem er opin öllum stúdentum HA gjaldfrjálst. Þar er til dæmis farið yfir:

  • Tímaskipulag og markmiðasetning
  • Lestrar-, glósu- og minnistækni
  • Frestun og líðan
  • Undirbúningur fyrir próf

Prófkvíðanámskeið

Hvað er kvíði og hvaðan kemur hann? Á námskeiðinu lærir þú hvernig hægt er að ná tökum á eigin hugsunum og þannig draga úr kvíða og vanlíðan tengdum prófum. Námskeiðið er aðgengilegt á kennslukerfinu Canvas. Þú getur tekið það hvenær sem er og á eigin hraða. Stúdentar hafa aðgang að námskeiðinu allt skólaárið.

Skráning á prófkvíðanámskeið

  • Kostar 5000 kr.
  • Reikningsnúmer: 0162-26-6610
  • Kennitala: 520687-1229
  • Sendið kvittun á radgjof@unak.is, merkta námskeiðinu sem greitt er fyrir (prófkvíðanámskeið). Þá fáið þið aðgang að því á vefkennslukerfi HA.

Athugið:

  • Til þess að sækja um sértæk úrræði vegna prófkvíða þarf í fyrstu að fara í viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa, fylla út prófkvíðakvarða og ljúka þessu námskeiði.
  • Vegna haustmisserisprófa fyrir 1. október og vegna vormisserisprófa fyrir 1. mars.

Hugræn atferlismeðferð - HAM

5 skipta námskeið í hugrænni atferlismeðferð við kvíða og þunglyndi . 1 sinni í viku í 5 vikur.

Skráðu þig í gegnum netfangið sali@unak.is.

Námskeið á næstunni

September 

Hugræn atferlismeðferð (HAM námskeið)  

- 8. september kl. 14:00-15:00.

5 skipta námskeið í grunnþáttum HAM. Kennt er 1 sinni í viku í 5 vikur, kl. 14:00-15:00. Skráning nauðsynleg.

Að hefja nám við HA - Hvernig rata ég um öll þessi kerfi?

- 9. september. Örnámskeið fyrir þá sem eru að hefja háskólanám. Nánar auglýst í dagatali Uglu.

Að takast á við álag í háskólanámi  s.s. streitu og prófkvíða

- 16. september 13:00-14:00. Sálfræðingur kynnir einnig prófkvíðanámskeið NSHA. Nánar auglýst í dagatali Uglu.

Ólíkir námsstílar (hvernig lærir þú?)

Upptaka á canvas síðunni Námstækni í HA.

Lokaverkefni - undirbúningur og skipulag

- 23. septermber kl. 11:00-13:00. Námskeið nemendaráðgjafar og er ætlað fyrir stúdenta sem eru að vinna í lokaverkefnu.

Farið verður yfir mikilvæga þætti varðandi undirbúning, skipulag og gagnleg vinnubrögð. Einnig verður skoðað hvernig hægt er að gera verkefnisáætlun fyrir lokaverkefni.

Kennari er María Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi. Nánar auglýst í dagatali Uglu.

Október 

Styrkleikanámskeið

- 7. október. Kennari er Aníta. Nánar auglýst í dagatali Uglu.

Hugræn atferlismeðferð (HAM) 

- 7. október kl. 9:00-10:00

5 skipta námskeið í grunnþáttum HAM. Kennt er 1 sinni í viku í 5 vikur, kl. 9:00 – 10:00. Skráning nauðsynleg.

Vítahringur frestunar 

 - 14. október kl. 13:00-14:00. Kennari er Einar. Nánar auglýst í dagatali Uglu.

Micro-lecture – Procrastination

- 20. október kl. 10:30-11:30. Kennari er Einar. Nánar auglýst í dagatali Uglu.

Ólíkir námsstílar (hvernig lærir þú?)

- Upptaka á Canvas. Kennari er Aníta.

Nóvember  

Hvar liggur áhugi þinn? Bendill áhugakönnun

– 18. nóvember kl. 16:30-18:00. Kennari er Aníta. Nánar auglýst í dagatali Uglu.

Próf og próftaka 

- 10. nóvember kl. 14:00-15:30. Kennarar eru María og Einar. Nánar auglýst í dagatali Uglu.

Liðin námskeið

Ef eftirfarandi námskeið vekja áhuga getum við hjá Nemendaráðgjöf sett þau aftur á dagskrá í vetur.

  • Að hefja nám við HA
  • Að ná markmiðum sínum
  • Að skrá hugsanaskrár
  • Að takast á við álag í háskólanámi
  • Bendill
  • Betri svefn - grunnstoð heilsu
  • Bjargir í námi og Snjallvefjan
  • Bjargir í námi og Snjallvefjan
  • Fullkomun eða metnaður?
  • Gerð ferilskrár og atvinnuumsóknir
  • Hugsanir og líðan
  • Hvernig lærir þú? Örfyrirlestur um ólíka námsstíla
  • Lokaverkefni og verkefnastjórnun
  • Ólíkir námsstílar (hvernig lærir þú?)
  • Uppgötvaðu styrkleika þína
  • Sjálfstyrkingarnámskeið
  • Próf og próftaka
  • Prófkvíði
  • Sjálfstyrkingarnámskeið
  • Vítahringur frestunar