Haf- og strandsvæðastjórnun er alþjóðlegt meistaranám á sviði umhverfis- og auðlindastjórnunar með áherslu á hafið og ströndina. Námið fer fram við Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði en nemendur útskrifast frá Háskólanum á Akureyri.

Í náminu kynnast nemendur ýmsum aðferðum við stjórnun haf- og strandsvæða út frá efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum forsendum. Námið byggir á hagfræði, vistfræði, félagsvísindum, skipulagsfræði og stjórnun. Að námi loknu þekkja nemendur hinar verðmætu auðlindir hafs og stranda. Skilja eðli þeirra og hafa tamið sér aðferðir til að stýra sjálfbærri nýtingu auðlindanna.

Kennslu- og samskiptatungumál er enska. 

Er námið fyrir þig?

  • Hefur þú áhuga á náttúru og auðlindum hafs og strandar?
  • Vilt þú vinna að sjálfbærri þróun strandsvæða?
  • Átt þú auðvelt með að tileinka þér flókin viðfangsefni og miðla þeim áfram?
  • Hefur þú áhuga á að kynnast ólíkum fræðigreinum sem fást við málefni hafs- og strandsvæða?
  • Hefur þú hæfileika til að leiða saman ólík sjónarmið og finna lausnir?
  • Hentar þér vel að læra í litlum hópum sem fást við raunveruleg viðfangsefni?

Áherslur námsins

Námið er þverfræðilegt og því opið nemendum með ólíkan bakgrunn.

Lögð er áhersla á að tengja námið við raunaðstæður með vettvangsferðum og -athugunum, heimsóknum í fyrirtæki, og hagnýtri verkefnavinnu.

Einn styrkleiki námsins felst í ólíkum bakgrunni, þekkingu, reynslu og hugmyndum kennara og nemenda. Þannig hefur myndast kraftmikið, frjótt og skapandi háskólaumhverfi.

Námsskráin skiptist í 75 ECTS einingar í námskeiðum og 45 ECTS meistaraverkefni.

Námskeiðin eru kennd í eins til þriggja vikna lotum af sérfræðingum víðs vegar að.

Sumarönn fram í júní styttir námstímabilið.

Möguleikar að námi loknu

Námið býr nemendur undir fjölbreytt og spennandi störf í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Í því sambandi má nefna verkefnastjórnun á sviði auðlindanýtingar og skipulagsáætlana, umhverfismat, ráðgjafastörf og rannsóknarvinnu.

Meistaragráða í haf- og strandsvæðastjórnun opnar aðgang að fjölbreyttu doktorsnámi við innlenda og erlenda háskóla.

Inntökuskilyrði

Námið er opið nemendum sem hafa lokið grunnnámi við viðurkenndan háskóla.

Bakgrunnur umsækjenda í námi og starfi getur verið fjölbreytilegur. Námið er þverfræðilegt og byggir á mörgum fræðigreinum, einkum hagfræði, vistfræði, félagsvísindum, skipulagsfræði og stjórnun.

Nánar á vef Háskólaseturs Vestfjarða.

Sækja um

Sótt er um námið hér á vef HA.

Aðal umsóknarfrestur er 15. febrúar. Auka umsóknarfrestur er 5. júní og þær umsóknir eru aðeins teknar til greina ef enn er laust pláss.

Á vefsíðu Háskólaseturs Vestfjarða kemur fram hvaða gögn þurfa að fylgja umsókninni.

Umsagnir

Fyrir mér var námið einstakt tækifæri til að skilja betur skipulagsmál, átakastjórnun og samspil náttúru og stjórnmála. Þekkingin sem námið færði mér hefur nýst með beinum hætti í starfi mínu sem bæjarfulltrúi og síðar sem bæjarstjóri, bæði í Ísafjarðarbæ og Árborg. Ég kynntist metnaðarfullum nemendum og kennurum allstaðar að úr heiminum og það var upplýsandi að skiptast á skoðunum við fólk með ólíkan menningarbakgrunn.

Gísli Halldór Halldórsson
Bæjarstjóri Árborgar

I would absolutely recommend this international program, and have many times! The personal and professional connections I’ve made are completely invaluable. This program lead me to my first career within my field and helped me realize my true passions within research and resource management.

Chelsea Boaler
Doktorsnemi í Sjávarútvegsfræðum við Fisheries and Marine Institute of Memorial University, Nýfundnaland og Labrador, Kanada.