Sálfræðiþjónusta

Stúdentar við Háskólann á Akureyri geta sótt sér sálfræðiþjónustu hjá Náms- og starfsráðgjöf Háskólans á Akureyri. Þjónustan er stúdentum að kostnaðarlausu.

Áhersla er lögð á hópnámskeið byggð á hugrænni atferlismeðferð. Í því fellst sex vikna HAM námskeið við þunglyndi og kvíða. Tímar eru vikulega og standa í 90-120 mínútur hver, í lok hvers tíma eru lögð fyrir heimaverkefni. Auk þess er hægt að óska eftir ráðgjöf og stuðningi í einstaklingsviðtölum.

Sálfræðiþjónustan er í boði bæði á staðnum og í rafrænu formi.

Þjónustunni er ekki ætlað að fást við alvarleg sálmein svo sem langvinna geðsjúkdóma eða fíknisjúkdóma en leitast er við að vísa á viðeigandi úrræði innan heilbrigðisþjónustunnar.

Hafa samband

Ef þú hefur áhuga á að nýta þér þjónustuna getur þú sent tölvupóst á netfangið salfraedithjonusta@unak.is. Einnig má hafa samband við náms- og starfsráðgjafa sem vísar málum til sálfræðings.

Opinn símatími

Þú getur einnig hringt í opinn símatíma á þriðjudögum milli klukkan 14:30-15:30 í síma 460-8034. Þar getum við planað viðtalstíma og rætt um þjónustuna.