Ef þú glímir við hömlur sem hafa áhrif á getu þína í námi, getur þú fengið sérúrræði og stuðning námsráðgjafa.
Forsenda þess að úrræði séu veitt er að það liggi fyrir faglegt mat sérfræðings um þarfir þínar vegna veikinda eða skerðingar á getu.
Þarftu sérúrræði?
Ef þú telur þig þurfa sértæk úrræði þá er ferlið svona:
- Þú óskar eftir viðtali við námsráðgjafa
- Greining fagaðila er sá grunnur sem námsráðgjafi vinnur út frá
- Gerður er samningur við þig um sérúrræði á grundvelli greiningar
- Þú undirritar samninginn og ert skráð/ur í sérúrræði
- Námsráðgjafi kemur upplýsingum um sérúrræði til stjórnsýslu skólans
Lestrar erfiðleikar
- Ef þú átt í erfiðleikum með lestur getur þú fengið aðstoð hjá námsráðgjafa
- Á umsókn þinni inn í skólann er reitur sem þú merkir við. Þá hefur námsráðgjafi samband við þig
- Ef þú hefur ekki merkt við reitinn þá getur þú haft samband við námsráðgjafa
- Stuðningur vegna lestrarerfiðleika er háður því að þú leggir fram skýrslu frá sérkennara eða sálfræðingi þar sem greint er frá erfiðleikunum
- Ef skýrsla er eldri en fimm ára gömul þarf endurmat að fara fram
Námsúrræði
Námsúrræði eru fjölbreytt og sniðin að hverjum og einum. Meðal námsúrræða eru:
- Stuðningsviðtöl
- Námstækninámskeið
- Kvíðastjórnunarnámskeið
- Hljóðritun fyrirlestra
- Glærur kennara á kennslukerfi skólans
- Sérhæfður hugbúnaður
- Vinnuaðstaða á bókasafni og gagnasmiðju
- Táknmálstúlkur
- Aðstoðarmaður
- Önnur úrræði sem teljast sanngjörn og eðlileg
Kennsluúrræði
Kennsluúrræði eru fjölbreytt og sniðin að hverjum og einum. Meðal kennsluúrræða eru:
- Val á hentugu húsnæði
- Aðgangur að kennslustofum með hljóðkerfi fyrir heyrnardaufa
- Hljóðritun fyrirlestra
- Glærur kennara á kennslukerfi skólans
- Aðlagaðir kennsluhættir
- Önnur úrræði sem teljast sanngjörn og eðlileg
Prófúrræði
Prófúrræði eru fjölbreytt og sniðin að hverjum og einum. Meðal prófúrræða eru:
- Lenging próftíma
- Próftaka á tölvu
- Próftaka í fámennri stofu eða einrými
- Munnleg próf
- Hvíld í prófi án skerðingar á próftíma
- Innlesin próf
- Sérhæfður tækjabúnaður í prófstofu
- Önnur úrræði sem teljast sanngjörn og eðlileg