Jafnt aðgengi að námi

Ef þú glímir við hömlur sem hafa áhrif á getu þína í námi, getur þú sótt um sértæk úrræði og stuðning námsráðgjafa.

Forsenda þess að úrræði séu veitt er að það liggi fyrir faglegt mat sérfræðings um þarfir þínar vegna veikinda eða skerðingar á getu.

Þarftu sértæk úrræði í námi?

Ef þú telur þig þurfa sértæk úrræði þá er ferlið svona:

 • Sótt er um sértæk úrræði í rafrænni þjónustugátt NSHA
  • Umsóknartímabil haustmisseris er opið frá upphafi misseris til og með 1. október
  • Umsóknartímabil vormisseris er opið frá upphafi misseris til og með 1. mars
 • Athugið að ekki er hægt að afgreiða umsóknir nema greining eða vottorð viðeigandi sérfræðings fylgi með. Það getur tekið tíma að fá gögn frá sérfræðingum. EF úrræðin sem þú þarft á að halda krefjast undirbúnings áður en námskeið hefst, sem dæmi táknmálstúlkun eða rittúlkun, er mikilvægt að skila umsókn tímanlega.
 • Þú fylgist með stöðu umsóknar í þjónustugáttinni. 

Stuðningur vegna sérþarfa

Lestrar erfiðleikar

 • Ef þú átt í erfiðleikum með lestur getur þú fengið aðstoð hjá námsráðgjafa
 • Stuðningur vegna lestrarerfiðleika er háður því að þú leggir fram skýrslu frá sérkennara eða sálfræðingi þar sem greint er frá erfiðleikunum
 • Ef skýrsla er eldri en fimm ára gömul þarf endurmat að fara fram

Hafa samband við námsráðgjafa.

Námsúrræði

Námsúrræði eru fjölbreytt og sniðin að hverjum og einum. Meðal námsúrræða eru:

 • Stuðningsviðtöl
 • Námstækninámskeið
 • Kvíðastjórnunarnámskeið
 • Hljóðritun fyrirlestra
 • Glærur kennara á kennslukerfi skólans
 • Sérhæfður hugbúnaður
 • Vinnuaðstaða á bókasafni og gagnasmiðju
 • Táknmálstúlkur
 • Aðstoðarmaður
 • Önnur úrræði sem teljast sanngjörn og eðlileg

Hafa samband við námsráðgjafa.

Kennsluúrræði

Kennsluúrræði eru fjölbreytt og sniðin að hverjum og einum. Meðal kennsluúrræða eru:

 • Val á hentugu húsnæði
 • Aðgangur að kennslustofum með hljóðkerfi fyrir heyrnardaufa
 • Hljóðritun fyrirlestra
 • Glærur kennara á kennslukerfi skólans
 • Aðlagaðir kennsluhættir
 • Önnur úrræði sem teljast sanngjörn og eðlileg

Hafa samband við námsráðgjafa.

Prófúrræði

Prófúrræði eru fjölbreytt og sniðin að hverjum og einum. Meðal prófúrræða eru:

 • Lenging próftíma
 • Próftaka á tölvu
 • Próftaka í fámennri stofu eða einrými
 • Munnleg próf
 • Hvíld í prófi án skerðingar á próftíma
 • Innlesin próf
 • Sérhæfður tækjabúnaður í prófstofu
 • Önnur úrræði sem teljast sanngjörn og eðlileg

Hafa samband við námsráðgjafa.