Háskólaskrifstofa

Háskólaskrifstofa skiptist í sjö svið sem sjá um þjónustu við nemendur og starfsmenn. Framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu er Hólmar Svansson.

Fjármálasvið

Fjármála-, starfsmanna- og rekstrarsvið hefur umsjón með bókhaldi, launavinnslu, starfsmannamálum, rekstri fasteigna og tölvumálum.

Forstöðumaður: Harpa Halldórsdóttir, fjarmalastjori@unak.is, 460 8011.

Nemendaskrá

Nemendaskrá tryggir gott skipulag á daglegu starfi háskólans, hefur umsjón með innritun nýnema og skráningu nemenda í og úr námskeiðum, ásamt því að veita nemendum og starfsfólki almennar upplýsingar og þjónustu.

Forstöðumaður: Stefán Jóhannsson, stefjo@unak.is, 460 8083.

Markaðs- og kynningarsvið

Markaðs- og kynningarsvið sér m.a. gerð kynningarefnis, upplýsingagjöf og samskipti við verðandi nemendur, vefstjórn, móttöku gesta sem heimsækja háskólann, samskipti við fjölmiðla o.fl.

Forstöðumaður: Katrín Árnadóttir, katrin@unak.is, 460 8009.

RHA - Rannsóknamiðstöð HA

RHA er sjálfstæð eining innan Háskólans á Akureyri.

Forstöðumaður: Guðrún Rósa Þorsteinsdóttir, gudrunth@unak.is, 460 8901.

Bókasafn og upplýsingaþjónusta

Bókasafn og upplýsingaþjónusta Háskólans á Akureyri rekur bókasafn háskólans.

Forstöðumaður: Astrid Margrét Magnúsdóttir, astrid@unak.is, 460 8051.

Miðstöð náms- og starfsráðgjafar

Náms- og starfsráðgjafar veita nemendum persónulega ráðgjöf. Miðstöðin hefur einnig umsjón með málefnum fatlaðra nemenda og nemenda með sértæka námsörðugleika eða sérþarfir.

Forstöðumaður: Solveig Hrafsdóttir, solveig@unak.is, 460 8034.

Kennslumiðstöð

Kennslumiðstöð (KHA) veitir ráðgjöf til kennara um þróun kennsluhátta í staðar- eða fjarnámi, um upplýsingatækni og kennslufræði. Starfsmenn KHA aðstoðar nemendur og starfsfólk á sviði upplýsingatækni og tölvumála.

Forstöðumaður: Auðbjörg Björnsdóttir, audbjorg@unak.is, 460 8030.