Framhaldsnám í Kennaradeild

Framhaldsnám í kennarafræðum (MT) og menntunarfræðum (M.Ed.) veitir réttindi til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Námið er beint framhald af BEd námi við kennaradeild HA eða öðru grunnnámi á háskólastigi.

Þeir sem lokið hafa BA eða BS prófi á öðrum námssviðum geta innritast í M.Ed.- eða MT-námið. Að því loknu geta nemar sótt um leyfisbréf kennara. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/2019.

Viðbótarnám í menntunarfræði er ætlað þeim sem hafa lokið meistaraprófi og vilja afla sér kennsluréttinda á framhaldsskólastigi

Nám í menntavísindum fyrir þá sem vilja sérhæfa sig á tilteknum sviðum til ýmissa starfa í menntakerfinu og/eða stunda rannsóknir og fræðistörf.