Framhaldsnám

Nám til MEd-prófs í menntunarfræðum veitir réttindi til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Námið er beint framhald af BEd námi við kennaradeild HA eða öðru grunnnámi á háskólastigi.

Þeir sem lokið hafa BA eða BS prófi á öðrum námssviðum geta innritast í MEd nám og lokið meistaraprófi í menntunarfræði. Að því loknu geta nemar sótt um leyfisbréf á því skólastigi sem þeir hafa sérhæft sig til. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér lög og reglugerðir er varða menntun kennara, s.s. lög nr. 87/2008 ásamt reglugerðum nr. 241/2009 og 872/2009.

Viðbótarnám í menntunarfræði er ætlað þeim sem hafa lokið meistaraprófi og vilja afla sér kennsluréttinda á framhaldsskólastigi

Nám í menntavísindum fyrir þá sem vilja sérhæfa sig á tilteknum sviðum til ýmissa starfa í menntakerfinu og/eða stunda rannsóknir og fræðistörf.