Þjónusta bókasafnsins

 Bókasafn

Við leggjum áherslu á góða þjónustu við nemendur og greiðan aðgang að margvíslegum rafrænum gagnasöfnum, bókum og tímaritum á fræðasviðum háskólans. Starfsfólk safnsins veitir ráðgjöf og aðstoð við upplýsinga- og heimildaleit, millisafnalán, notkun gagna-, tímarita- og rafbókasafna, annast kennslu og þjálfun í upplýsingalæsi og fleira.

Upplýsingalæsi

Bókasafnið sér um kennslu í upplýsingalæsi. Nemendur eru þjálfaðir í að finna upplýsingar, hagnýta þær og meta áreiðanleika þeirra á ábyrgan hátt.

Samkvæmt viðmiðum mennta- og menningarmálaráðuneytisins eiga nemendur sem ljúka háskólaprófi að hafa þekkingu og færni í að:

  • greina hvenær þörf er á upplýsingum og hafa færni til að finna þær, meta áreiðanleika þeirra og nýta á viðeigandi hátt
  • þekkja undirstöðuatriði leitar- og upplýsingatækni
  • geta nýtt sér viðurkennd gagnasöfn á viðkomandi fræðasviði

Kennsla í upplýsingalæsi

Kennsla í upplýsingalæsi fer fram í kennslustundum í samráði við fræðasvið eða deildir. Einnig er reglulega boðið upp á sértæk námskeið fyrir nemendur og starfsfólk.

Við bókun á kennslu og námskeiðum, hafið samband í síma 460 8050 eða sendið tölvupóst á bsha@unak.is.

Bókaðu bókasafnsfræðing

Vantar þig hjálp við heimildarleit eða heimildarvinnu?

Ef þig vantar aðstoð getur þú bókað 30 mínútur með bókasafns- og upplýsingafræðingi. Það er líka hægt að fá aðstoð í gegnum samskiptaforritið Zoom.

Þú getur bókað viðtal á bókunarvefnum okkar

Pia og Sigga Ásta

Fjaraðgangur að staðarneti HA

Bókasafn Háskólans á Akureyri er með áskriftir af ýmsum gagnasöfnum, raftímaritum og rafbókum sem gagnast nemendum HA sérstaklega. Þau eru aðeins aðgengileg á staðarneti háskólans eða með því að tengjast staðarneti í gegnum sýndareinkanet eða VPN (Virtual Private Network).

Þú þarft að setja upp VPN aðgang til að geta nýtt þér áskriftirnar á tölvunni þinni.

Millisafnalán

Millisafnalán er sú þjónusta sem bókasafnið veitir við útvegun bóka eða tímaritsgreina sem ekki eru til í okkar safnkosti.

Beiðni um millisafnalán skal fylla út í leitir.is:

Vinsamlegast kynnið ykkur gjaldskrá millisafnalána. Nemendur greiða hálft gjald fyrir ljósrit og bókarlán.

Hlaðan - rafrænt geymslusafn

Höfundaréttarvarið lesefni og gömul próf eru geymd í Hlöðunni. Nemendur geta nálgast efnið í gegnum viðkomandi námskeið í Canvas.

Ef próf úr reglulegri prófatíð síðustu þriggja ára eru ekki í Hlöðunni skulu nemendur hafa samband við kennara námskeiðsins. Honum ber að veita nemendum aðgang að þeim prófum.

Fyrir kennarar eru nánari upplýsingar um innsetningu á höfundaréttarvörðu lesefni í Hlöðu að finna í Uglu. Þeir geta einnig haft samband við þjónustuborð bókasafns eða umsjónarmann Hlöðu, Kristínu Konráðsdóttur. Gott er að hafa nokkrar daga fyrirvara á beiðnum. Þótt kennarar noti sama efni ár eftir ár þarf alltaf að biðja um það að nýju fyrir hverja önn.

Útlánaþjónusta

Bókasafn háskólans er opið öllum.

  • Nemendur og starfsfólk fá Snjalldropann til afnota án endurgjalds. Snjalldropinn er jafnframt bókasafnsskírteini og aðgangskort að húsnæði háskólans. Hér eru upplýsingar um hvernig þú sækir um Snjalldropann
  • Almennur notandi getur sótt um bókasafnsskírteini gegn gjaldi ef viðkomandi er með íslenska kennitölu

Lánþegi ber ábyrgð á þeim ritum, sem hann fær að láni. Þegar rit eru komin í vanskil fær lánþeginn tilkynningu í tölvupósti. Sektir leggjast á samkvæmt gjaldskrá.

Notendur geta endurnýjað eigin lán sjálfir, skoðað skuldastöðu og önnur viðskipti við safnið með innskráningu á leitir.is. Einnig má hafa samband við bókasafnið og óska eftir endurnýjun.

Leiðbeiningar

Á bókasafni háskólans er boðið upp á fjölbreytta fræðslu sem miða að auknu upplýsingalæsi og færni í akademískum vinnubrögðum.

Gjaldskrá

Gjaldskrá vegna sölu og þjónustu bókasafnsins má finna hér.