Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar veita nemendum persónulega ráðgjöf á meðan á námi stendur. Ráðgjöf er veitt varðandi vinnubrögð, náms- og starfsval. Þjónustan er gjaldfrjáls.

Náms- og starfsráðgjafar hafa umsjón með málefnum fatlaðra nemenda og nemenda með sértæka námsörðugleika eða sérþarfir.

Ef þú ert að spá í að hefja nám við Háskólann á Akureyri býðst þér viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa að kostnaðarlausu.

Get ég mætt til náms- og starfsráðgjafa eða þarf að bóka tíma?

Þú getur gert bæði:

Námsráðgjafar eru með skrifstofur við bókasafn HA

Hvað gera náms- og starfsráðgjafar?

Þjónusta náms- og starfsráðgjafa er einstaklingsbundin. Meðal viðfangsefna eru:

  • Leiðsögn, kennsla og ráðgjöf um bætt vinnubrögð í námi
  • Ráðgjöf varðandi námsframvindu og námskeiðsval
  • Ráðgjöf, leiðsögn og skráning vegna sérúrræða í nám
  • Námskeið í námstækni
  • Námskeið um kvíðastjórnun vegna prófkvíða
  • Starfsráðgjöf