Miðstöð náms- og starfsráðgjafar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar veita nemendum persónulega ráðgjöf. Allir geta leitað til námsráðgjafa – líka þeir sem eru ekki í HA. Þjónustan er gjaldfrjáls.

Náms- og starfsráðgjafar hafa umsjón með málefnum fatlaðra nemenda og nemenda með sértæka námsörðugleika eða sérþarfir.

Afgreiðslutími

 • Virka daga 8.00 - 16.00
 • Tími fyrir skráð viðtöl er 11.00 - 15.00
 • Opinn viðtalstími 13.30 - 14.30

Get ég mætt til náms- og starfsráðgjafa eða þarf að bóka tíma?

Þú getur gert bæði:

Miðstöðin er á G-gangi, við bókasafn HA.

Hvað gera náms- og starfsráðgjafar?

Þjónusta náms- og starfsráðgjafa er einstaklingsbundin. Meðal þess sem þeir gera er:

 • Leiðsögn, kennsla og ráðgjöf um bætt vinnubrögð í námi og námstækni
 • Ráðgjöf um námsval, námsframvindu og námskeiðsval
 • Ráðgjöf, leiðsögn og skráning vegna sérúrræða í námi
 • Námskeið til dæmis í námstækni og í kvíðastjórnun
 • Starfsráðgjöf

Ég er með sérþarfir í námi – hvað geri ég?

Þú byrjar á að hafa samband við Miðstöð náms- og starfsráðgjafar, radgjof@unak.is

Lesblinda

Til að nemandi geti fengið sérúrræði í prófum og á námstíma vegna lesblindu (dyslexiu) þarf að framvísa greiningu. Greining þarf að vera unnin af sérfræðingi og með viðurkenndum greiningartækjum s.s. LOGOS.

Athugið að hópskimanir á lesblindu gilda ekki einar og sér. Greiningar eru metnar af náms- og starfsráðgjafa hverju sinni og þá hugað að aldri þeirra og innihaldi. Að jafnaði eru greiningar sem gerðar eru um 15-16 ára aldur og gerðar með viðurkenndum greiningartækjum teknar gildar.

Prófkvíði

Til þess að fá sérúrræði vegna prófkvíða þarf að uppfylla tvö skilyrði:

 1. að hafa fyllt út prófkvíðakvarða sem náms- og starfsráðgjafi leggur fyrir og
 2. að hafa setið námskeið í kvíðastjórnun. Þetta námskeið er í boði í vefútgáfu í vefkennslukerfi skólans.

ADHD/ADD og önnur taugasálfræðileg vandamál

Sem dæmi um mál í þessum flokki getur verið um að ræða ADHD, ADD, Tourette, greiningar á einhverfurófi, drómasýki og fleira. Nemendur sem eiga við vanda af þessu eða svipuðu tagi að stríða geta leitað sérúrræða á námstím eða vegna próftöku.

Það þarf að skila inn vottorðum um greiningar frá sérfræðingum.

Veikindi andleg eða líkamleg

Hér er um að ræða veikindi sem vara í langan tíma og geta dregið úr námsgetu. Sem dæmi um þess háttar veikindi geta verið asmi, sykursýki, veikindi sem afleiðingar vegna lyfjameðferðar, stoðkerfisvandi, exem og ofnæmi geðsjúkdómar og fleira.

Nemendur sem eiga við vanda af þessu eða svipuðu tagi að stríða geta leitað sérúrræða á námstíma eða vegna próftöku, með því að skila inn vottorðum frá læknum eða öðrum sérfræðingum.

Fatlanir

Hér er til dæmis átt við hreyfihamlanir eða skerta hreyfigetu ( til dæmis vegna gigtar, MS, MND, afleiðingar slysa) heyrnarleysi, heyrnarskerðingu, blindu eða sjónskerðingu.

Nemendur sem eiga við vanda af þessu eða svipuðu tagi að stríða geta leitað sérúrræða á námstíma eða vegna próftöku, með því að skila inn vottorðum frá læknum eða öðrum sérfræðingum.

Sérþarfir í námi

Háskólinn býður nemendum með sérþarfir þjónustu og sérúrræði í samræmi við stefnu háskólans um jafnt aðgengi að námi og störfum.

Þjónusta sem meðal annars stendur til boða

 • Almennur aðbúnaður í húsnæði HA í samræmi við lög og þarfir nemenda
 • Kynning og leiðsögn um háskólasvæðið, sérstaklega ætlað nemendum með hreyfihömlun og sjón- og heyrnarskerðingu. Getur farið fram áður en nám hefst ef óskað er
 • Tækniaðstoð vegna almennrar og sértækrar tölvunotkunar innan kerfis HA
 • Sértæk aðstoð vegna próftöku 
 • Aðstoð á námstíma í sanngjörnu samræmi við sérþarfir nemenda og fjárhag HA
 • Aðstoð við að nota þjónustu bókasafns og ritvers, t.d. við heimildaleit og fleira
 • Aðstoð við að nota þjónustu kennslumiðstöðvar og sérhæfð forrit og búnað
 • Aðstoðarfólk eftir því sem við á í sanngjörnu samræmi við sérþarfir nemenda og fjárhag HA
 • Málsvari innan HA
 • Auðveldur aðgangur að námsráðgjöf til persónulegra viðtala
 • Námskeið/vinnusmiður um námstækni og um kvíðastjórnun og fleira
 • Námskeið/vinnusmiðjur til að stuðla að velgengni í námi
 • Tilvísanir til sérfræðinga utan HA eftir því sem við á

Þjónusta sem ekki er hægt að veita

 • Ferliþjónusta
 • Tölvur eða tölvubúnaður til persónulegra nota meðan á námi stendur
 • Persónuleg þjónusta af öðru tagi en fram kemur hér að ofan
 • Greiðsla fyrir vottorð sem kann að verða óskað eftir

Það sem nemendur þurfa að gera

 • Leggja fram greiningu/vottorð frá sérfræðingi sem staðfestir fötlun eða sértæka námsörðugleika
 • Merkja í þar til gerðan reit á umsókn að um fötlun eða sértæka námsörðugleika sé að ræða eða panta viðtal við náms- og starfsráðgjafa
 • Þekkja reglur HA og fylgja þeim
 • Bera sig eftir þeirri þjónustu sem í boði er

Saman getum við

 • Komið á samvinnu sem byggir á gagnkvæmu trausti
 • Notað réttar boðleiðir innan háskólans til hagsbóta og betri árangurs fyrir alla
 • Unnið gegn fordómum og vanþekkingu með því að læra hvert af öðru um mannlegan margbreytileika í anda jafnréttissjónarmiða

Gagnlegar upplýsingar