Ráðgjöf um persónuleg málefni

Ráðgjöf um persónuleg málefni

Náms- og starfsráðgjafar aðstoða nemendur við að leita lausna á persónulegum málum sem upp geta komið á námstímanum. Háskólaárin eru oft tími mikilla breytinga og breytingar geta valdið streitu. Til viðbótar eru nemendur oft undir miklu námsálagi. Það getur valdið tímabundnu róti á tilfinningum og röskunum á félagslegum högum nemenda.

Stundum þurfa háskólanemendur að glíma við ýmsar áskoranir, til dæmis:

  • Samskiptaörðugleika við fjölskyldu, vini, kennara og samnemendur
  • Hjónaskilnaði og aðrar breytingar á fjölskylduhögum
  • Ýmsar kvíðaraskanir og þunglyndi
  • Misnotkun áfengis eða lyfja/vímuefna
  • Minnkað sjálfstraust og ýmsa sállíkamlega örðugleika
  • Áföll á námstíma eða áður en nemendur hófu nám

Veitt eru ráð og leiðbeiningar varðandi hvernig hægt er að byrja að vinna að því að leysa slík mál.

Ef um langvinnan vanda er að ræða eða vanda sem krefst frekari sérfræðiþekkingar geta nemendur fengið ráðleggingar um hvert hægt er að leita.