Öryggismál

Rýmingaráætlun HA

Komi til þess að rýma þurfi húsnæðið í skyndi vegna hættuástands ber starfsmönnum og nemendum að safnast saman á tilgreindum svæðum utanhúss. Í hverri kennslustofu á Sólborg er uppdráttur, þar sem bent er á næstu útgönguleiðir. Safnsvæðin eru merkt í rýmingaráætlun háskólans.

Rýmingaráætlun (pdf)

Atvikaskráning

Háskólanum er skylt að halda utan um vinnuslys, atvik og smávægileg óhöpp. Einnig atvik þar sem lá við slysi en varð ekki af.

Rafrænt eyðublað HA