Framhaldsnám við Lagadeild

Við háskólann er boðið upp á tveggja ára nám á meistarastigi í lögfræði sem lýkur með prófgráðunni Magister Legis (ML). Sú prófgráða, í framhaldi af þriggja ára BA-prófi í lögfræði, jafngildir hefðbundnu fimm ára námi til embættisprófs í lögfræði (candidatus juris).

OPIÐ ER FYRIR UMSÓKNIR Í ML NÁM TIL 1. DESEMBER 2022. UMSÆKJENDUR ÞURFA AÐ HAFA Í HUGA AÐ ÞEIR ERU AÐ HEFJA NÁM SEM HÓFST Á HAUSTMISSERI 2022 OG TEKUR UPPBYGGING NÁMSINS MIÐ AF ÞVÍ.

Ef þú hefur hug á að sækja um námið sendu þá póst á verkefnastjóra þess Hildi Sólveigu Elvarsdóttur.

Á meistarastigi er einnig í boði 90 ECTS eininga LLM nám og 120 ECTS eininga MA nám í heimskautarétti, með eða án áherslu á vest-norræn fræði, west nordic studies, auk 60 ECTS eininga viðbótardiplóma á meistarastigi.