Helstu dagsetningar

Hér eru nokkar mikilvægar dagsetningar sem gott er að hafa á hreinu við upphaf háskólanáms.

Nýnemadagar

Nýnemadagar eru yfirleitt í lok ágúst á hverju ári. Þú getur séð nákvæma dagsetningu í kennslualmanaki  eða vefdagatali HA.

Hvenær byrjar skólinn?

Fyrsti kennsludagur hjá flestum nemendum er í lok ágúst. Á Uglu finnur þú stundatöfluna þína og getur séð hvenær fyrsti kennsludagurinn þinn er.

Hvenær eru námslotur?

Hér getur séð yfirlit yfir allar námslotur skólaársins.

Mundu að staðfesta skráningu á námskeiðum í Uglu

Þú verður að staðfesta skráningu og breytingar á námskeiðum í Uglu á hverju misseri. Á haustmisseri er tímabilið frá upphafi kennslu til 15. september og frá upphafi kennslu til 20. janúar á vormisseri.

Kennslualmanak

Kennslualmanakið er nemendum afar mikilvægt. Í því eru allar helstu dagsetningar skólaársins. Notaðu tækifærið og settu þær inn á dagatalið þitt.