Grunnnám við Lagadeild

Sérstaða grunnnámsins felst í þeirri miklu áherslu sem lögð er á kennilega og fræðilega lögfræði, alþjóðlegan hluta lögfræðinnar og samanburðarlögfræði. Einnig felst hún í sveigjanlegu námsfyrirkomulagi.

Við háskólann er boðið upp á tveggja ára nám á meistarastigi í lögfræði sem lýkur með prófgráðunni Magister Legis (ML). Sú prófgráða, í framhaldi af þriggja ára BA-prófi í lögfræði, jafngildir hefðbundnu fimm ára námi til embættisprófs í lögfræði (candidatus juris).