Leiðbeiningar fyrir OLA

Leiðbeiningar fyrir OLA (Online learning agreement):

  1. Nemendur skrá sig í inn kerfið með HA-netfanginu sínu í gegnum MyAcademicID (velja þarf HA í fellilista).
  2. Í fyrsta skrefi þarf að setja inn persónulegar upplýsingar, upplýsingar um námssvið í heimaskóla og námsstig (study cycle). BA/BS/BEd nám er EQF level 6. MA/MS/Med er EQF level 7.
  3. Búið til nýjan námssamning og veljið Semester Mobility
  4. Í skrefi 2 þarf að setja inn upplýsingar um HA og ábyrgðaraðila/tengiliði. Ábyrgðaraðili (Sending Responsible Person) er brautarstjóri eða deildarformaður þinnar deildar og tengiliður (Sending Administrative Contact Person) er Rúnar eða Hildur á Miðstöð alþjóðasamskipta.
  5. Í skrefi 3 þarf að setja inn upplýsingar um gestaskólann og ábyrgðaraðila/tengilið þar. Ábyrgðaraðili er sá aðili sem skrifar undir námssamninginn fyrir hönd gestaskólans. Ekki er nauðsynlegt að fylla út í upplýsingar um tengilið.
  6. Í skrefi 4 þarf að setja inn upplýsingar um námskeið og tungumálakunnáttu. Smellið á Add Component to Table A fyrir hvert námskeið sem þið viljið taka við gestaskólann og setjið þar inn viðeigandi upplýsingar. Næst þarf að fylla út upplýsingar um tungumál. Varðandi tungumálakunnáttu er ágætt að miða við að stúdentsprof í ensku jafngildi B1. Í Table B þarf að setja inn þau námskeið sem nemendur fá metin við HA. Ekki er nauðsynlegt að fylla út í tvo síðustu gluggana.
  7. Skref 5 (Table C) á eingöngu við um fjarnám. Ekki þarf að fylla út í þennan lið.
  8. Í skrefi 6 þarf nemandi að undirrita námssamninginn rafrænt. Þaðan fer samningurinn á ábyrgðaraðila sem þarf að samþykkja hann með undirritun. Þaðan fer samningurinn til gestakólans sem einnig þarf að samþykkja samninginn. Nemandi fær senda tilkynningu þegar allir aðilar hafa skrifað undir.