Erfðaupplag birkisins Íslandi

Um verkefnið

Birki (Betula pubescens Ehrh. mountain birch) er eina skógmyndandi trjátegundin á Íslandi. Frá landnámi (874 AD), hefur samfellt skóglendi 25,000-30,000 km2 skroppið saman í 1.200 km2 slitróttar skógarræmur, sem gerir birkið að áhugaverðu verkefni til að rannsaka stofnerfðafræðilegar afleiðingar búsvæðaröskunar. Þá hafa fyrri rannsóknir leitt í ljós að erfðablöndun á sér stað á Íslandi á milli birkisins (fjórlitna, 2n=56) og fjalldrapans (Betula nana, tvílitna 2n=28 sem gefur af sér blending (þrílitna, 2n=48). Enn er óljóst hvernig erfðaupplag tengist útlitsbreytileika birkisins á Íslandi sem vekur eftirfarandi rannsóknarspurningar. Hver er stofngerð birkisins á Íslandi? Er genaflæði á milli birkisins og fjalldrapans?

Verkefni

  1. Stofngerð og erfðaupplag upprunalegra landnámsskóga á Íslandi
  2. Upprunagreining nýsprottins birkiskógs á Skeiðarársandi með arfgerðagreiningu
  3. Raðgreining á erfðamengi birkis og genaauðkenning

Lykilorð: Verndunarerfðamengjafræði, Stofnerfðafræði, NGS, WGS, SNP
Styrktaraðilar: Rannsóknarsjóður Háskólans á Akureyri (1,3), Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar (1), Rannís 173688-051 (2)

Rannsakandi

  • Kristinn Pétur Magnússon, prófessor í sameindaerfðafræði
  • Auðlindadeild, Háskólinn á Akureyri og erfðavistfræðingur, Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyri

Samstarfsaðilar

  • Pawel Wasowicz, Grasafræðingur, Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyri
  • Starri Heiðmarsson, Fléttufræðingur, Náttúrustofa Norðurlands Vestra, Sauðárkrókur.
  • Snæbjörn Pálsson, Prófessor í stofnfræði, Líf- og umhverfisvísindadeild, Háskóli Íslands, Reykjavík
  • Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Prófessor í plöntuvistfræði, Líf- og umhverfisvísindadeild, Háskóli Íslands, Reykjavík,
  • Krístín Svavarsdóttir, Plöntuvistfræðingur, Landgræðslan, Reykjavík.

Birtingar

Snæbjörn Pálsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Kristín Svavarsdóttir, Kristinn Pétur Magnússon. Genetic variation and origin of mountain birch on a recently colonized glacial outwash plain by Vatnajökull glacier, southeast Iceland. Tree Genetics & Genomes 19, 48 (2023). 

Snæbjörn Pálsson, Pawel Wasowicz, Starri Heiðmarsson and Kristinn Pétur Magnússon. Population structure and genetic variation of fragmented mountain birch forests in Iceland, Journal of Heredity, 2022;, esac062.

K.P. Magnússon, S. Pálsson, Þ.E. Þórhallsdóttir and K. Svavarsdóttir, 2020. The search for the origin of the nascent birch forest on Skeiðarársandur: genetic comparison with the neighboring birch woodlands south of Vatnajökull. Veggspjald kynnt á norrænu vistfræðiráðstefnunni, 4th Conference on the Nordic Society Oikos, 3.–5. mars 2020, Reykjavík.

Kristinn P. Magnússon, 2019. The colonization of downy birch (Betula pubescens) in early succession at Skeiðarársandur south of Vatnajökull is originated from Skaftafell. Erindi flutt á VISTÍS, ráðstefnu Vistfræðifélags Íslands, Hólum í Hjaltadal, 29.–30. apríl 2019.

Umfjöllun um verkefnið í Landanum á RÚV 24. september 2017.

Viðtal við Kristinn P. Magnússon í Landanum á RÚV 30. mars 2020.