Verkefnastjóri á skrifstofu rektors

Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra á skrifstofu rektors Háskólans á Akureyri.

Háskólinn á Akureyri óskar eftir að ráða verkefnastjóra á skrifstofu rektors. Um er að ræða aðstoð við sameiginleg verkefni og viðfangsefni sem eru á ábyrgðarsviði rektorsskrifstofu, m.a. aðstoð við dagleg störf rektors, skráning mála í málakerfi háskólans, skráning og eftirfylgni erinda sem berast rektor og rektorsskrifstofu, umsjón og aðstoð vegna funda og viðburða, þátttaka og aðstoð við skipulagningu og framkvæmd brautskráningar. Í starfinu felst jafnframt öflun upplýsinga, ritun ýmis konar texta á íslensku og ensku, yfirlestur og prófarkalestur. Verkefnastjóri er skjalastjóra til aðstoðar við skjalastjórn og skjalavistun og sinnir leiðbeiningu, aðstoð og ráðgjöf í skjalamálum til starfsfólks.

Starfið heyrir undir rektorsskrifstofu og er skrifstofustjóri rektorsskrifstofu næsti yfirmaður. Ráðið verður í starfið frá 1. nóvember nk., eða samkvæmt nánara samkomulagi. Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Akureyri og er um fullt starf að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Aðstoð við og umsjón sameiginlegra verkefna á rektorsskrifstofu.
  • Móttaka, afgreiðsla og eftirfylgni erinda sem berast skrifstofu rektors.
  • Skráning í málakerfi háskólans.
  • Skráning erinda sem berast opinberu netfangi rektors.
  • Umsjón og aðstoð vegna funda og viðburða á vegum rektors og rektorsskrifstofu.
  • Aðstoð við undirbúning, skipulagningu og framkvæmd brautskráningar.
  • Öflun upplýsinga, textaskrif, yfirlestur og prófarkalestur, þar á meðal í tengslum við ársskýrslu háskólans.
  • Aðstoð við skjalastjórn og skjalavistun og þátttaka í þróun og innleiðslu nýjunga í skjalamálum.

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af verkefnastjórnun.
  • Þekking og reynsla af skjalastjórnun og rafrænum málakerfum.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu og starfsemi háskóla.
  • Geta miðlað upplýsingum í ræðu og riti, reynsla af textaskrifum og framsetningu texta.
  • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta.
  • Góð almenn tækni- og tölvufærni.
  • Framúrskarandi skipulagshæfni og geta til að vinna í teymi og vinna sjálfstætt.
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.

Umsókn skal fylgja

  • Ítarlegt yfirlit yfir náms- og starfsferil.
  • Afrit af viðeigandi prófskírteinum.
  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
  • Tilnefna skal tvo meðmælendur og er æskilegt að annar þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 22.09.2023

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur öll kyn til að sækja um laus störf.

Við ráðningu í störf við Háskólann á Akureyri er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans og tekið er tillit til þarfar einingarinnar við ráðningu.

Starfshlutfall er 100%.

Nánari upplýsingar veitir

Smelltu hér til að sækja um starfið